Launamunur kynja er úreltur Steinunn Stefánsdóttir skrifar 2. desember 2008 06:00 Konur á Íslandi eru með 16,3 prósentum lægri laun en karlar eftir að tekið hefur verið tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugeira og þess hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launþegar. Þetta er óásættanleg staðreynd á árinu 2008. Ríkisstjórn Íslands hefur á stefnuskrá sinni að draga úr launamun kynjanna. Til að geta fylgst með árangri hefur Félagsvísindastofnun gert launakönnun fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið. Meginmarkmið könnunarinnar var að kanna laun og launasamsetningu karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði til að komast að því hvort kynbundinn launamunur væri fyrir hendi, hve mikill hann væri og hvort og hvernig mætti skýra muninn. Könnunin tekur til karla og kvenna á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi og bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtæk könnun er gerð á launamun kynjanna og mun hún áreiðanlega nýtast vel til viðmiðunar í framhaldinu. Ýmis stéttarfélög hafa gengist fyrir launakönnunum þar sem sýnt hefur verið fram á mismikinn launamun milli kynja. Niðurstöður úr fyrrnefndri könnun Félagsvísindastofnunar koma því ekki á óvart. Ljóst er að enn er langt í land að launajafnrétti náist. Einkum vekur staða kvenna úti á landi þó eftirtekt en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er kynbundinn launamunur umtalsvert meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru konur með 27,5 prósentum lægri laun en karlar meðan munurinn nemur 9,3 prósentum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf að koma á óvart að í þessari könnun, eins og í öðrum þeim sem taka til launamunar kynjanna, kemur fram að væntingar kvenna til launa eru talsvert undir væntingum karla. Þessu getur enginn breytt nema konur sjálfar. Konur verða að koma vel undirbúnar í launasamtöl og krefjast sömu launa og karlar í sambærilegum störfum. Á sama hátt verða þeir sem handan borðsins sitja að varpa frá sér fyrirfram gefnum hugmyndum um hlut kynjanna í framfærslu heimila og hafa hugfast að vinnuframlag kvenna er ekki síður mikilvægt en vinnuframlag karla og sömuleiðis að konur eru fyrirvinnur á nákvæmlega sama hátt og karlar. Það er á ábyrgð allra þeirra sem um laun semja, beggja vegna borðs, sem fulltrúar hópa eða einstaklinga, að útrýna launamun kynjanna. Þegar er farið að þrengjast um á vinnumarkaði og fyrirsjáanlegt að á næstu vikum og mánuðum muni þar enn þrengjast um. Samstillt átak þarf til þess að þverrandi atvinnuöryggi bitni ekki á launum kvenna umfram karla. Launamunur kynja er úreltur. Könnunin sem kynnt var í síðustu viku er viðspyrna. Héðan í frá verður leiðin að liggja í átt til launajafnréttis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun
Konur á Íslandi eru með 16,3 prósentum lægri laun en karlar eftir að tekið hefur verið tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugeira og þess hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launþegar. Þetta er óásættanleg staðreynd á árinu 2008. Ríkisstjórn Íslands hefur á stefnuskrá sinni að draga úr launamun kynjanna. Til að geta fylgst með árangri hefur Félagsvísindastofnun gert launakönnun fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið. Meginmarkmið könnunarinnar var að kanna laun og launasamsetningu karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði til að komast að því hvort kynbundinn launamunur væri fyrir hendi, hve mikill hann væri og hvort og hvernig mætti skýra muninn. Könnunin tekur til karla og kvenna á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi og bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtæk könnun er gerð á launamun kynjanna og mun hún áreiðanlega nýtast vel til viðmiðunar í framhaldinu. Ýmis stéttarfélög hafa gengist fyrir launakönnunum þar sem sýnt hefur verið fram á mismikinn launamun milli kynja. Niðurstöður úr fyrrnefndri könnun Félagsvísindastofnunar koma því ekki á óvart. Ljóst er að enn er langt í land að launajafnrétti náist. Einkum vekur staða kvenna úti á landi þó eftirtekt en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er kynbundinn launamunur umtalsvert meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru konur með 27,5 prósentum lægri laun en karlar meðan munurinn nemur 9,3 prósentum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf að koma á óvart að í þessari könnun, eins og í öðrum þeim sem taka til launamunar kynjanna, kemur fram að væntingar kvenna til launa eru talsvert undir væntingum karla. Þessu getur enginn breytt nema konur sjálfar. Konur verða að koma vel undirbúnar í launasamtöl og krefjast sömu launa og karlar í sambærilegum störfum. Á sama hátt verða þeir sem handan borðsins sitja að varpa frá sér fyrirfram gefnum hugmyndum um hlut kynjanna í framfærslu heimila og hafa hugfast að vinnuframlag kvenna er ekki síður mikilvægt en vinnuframlag karla og sömuleiðis að konur eru fyrirvinnur á nákvæmlega sama hátt og karlar. Það er á ábyrgð allra þeirra sem um laun semja, beggja vegna borðs, sem fulltrúar hópa eða einstaklinga, að útrýna launamun kynjanna. Þegar er farið að þrengjast um á vinnumarkaði og fyrirsjáanlegt að á næstu vikum og mánuðum muni þar enn þrengjast um. Samstillt átak þarf til þess að þverrandi atvinnuöryggi bitni ekki á launum kvenna umfram karla. Launamunur kynja er úreltur. Könnunin sem kynnt var í síðustu viku er viðspyrna. Héðan í frá verður leiðin að liggja í átt til launajafnréttis.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun