Umfjöllun: Grindavík ætlaði ekki í frí 13. apríl 2008 12:04 Grindvíkingurinn Jamaal Williams tekur hér Hlyn Bæringsson hálstaki í leik liðanna í Röstinni í gær. Víkurfréttir/Jón Björn Grindavík sýndi allt annan og betri leik í 19 stiga sigri á Snæfelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Iceland Express-deild karla í gær. Grindavík var með frumkvæðið allan tímann og náði mest 25 stiga forskoti í seinni hálfleik. Það voru Íslendingarnir í liðinu sem gerðu gæfumuninn í gær en liðið missti báða stóru útlendinga sína út, fyrst meiddist Igor Beljanski og svo lenti Jamaal Williams í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu þegar níu mínútur voru eftir. „Við stýrðum hraðanum í tíu mínútur í Stykkishólmi og í 35 mínútur í fyrsta leiknum í Grindavík en núna stýrðum við hraðanum allan leikinn og vorum líka að spila með því fantavörn," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sem fannst allir vera búnir að afskrifa hans menn. „Það átti enginn von á því að við myndum vinna leikinn og menn hafa verið að tala um það að við séum hræddir. Við ætlum ekki að gefast upp baráttulaust," sagði Friðrik, sem var ángæður með marga menn hjá sér í gær. „Þegar við höfum verið að vinna þessa leiki í úrslitakeppninni hafa Íslendingarnir verið að taka meiri ábyrgð hjá okkur. Ég var mjög ánægður með Þorleif í kvöld og eins með Helga, Pál Axel og Adama. Við lendum síðan í vandræðum með stóru mennina og Palli Kristins var frábær í þessum leik. Þetta eru mennirnir sem draga vagninn fyrir okkur og þeir verða bara að mæta í hvern einasta leik ef við ætlum að gera einhverja hluti," sagði Friðrik. Bakverðirnir Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson voru í miklu stuði og Páll Kristinsson tók mikla ábyrgð í fjarveru þeirra Igors og Jamaal og spilaði mjög vel. Sex leikmenn í liðinu skoruðu yfir tíu stig og þeir Helgi og Þorleifur voru saman með 34 stig og 8 þriggja stiga körfur en höfðu aðeins skorað 25 stig og 3 þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur leikjunum. „Við urðum að sýna að minnsta kosti einn góðan leik og við sýndum það að við ætluðum ekki að fara í frí strax og náðum okkur í einn leik í viðbót. Við vorum samstilltir varnarlega en það hefur verið að klikka hjá okkur í síðustu leikjum þar sem við höfum verið of villtir í vörninni," sagði Helgi Jónas, sem fannst vera kominn tími á almennilegan leik hjá sér. „Ég var búinn að vera frekar slakur í síðustu tveimur leikjum og ég ætlaði ekki að láta það endurtaka sig," sagði Helgi Jónas, sem var með 14 stig og 5 stoðsendingar og hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Hlynur Bæringsson fékk óblíðar viðtökur frá Jamaal Williams, sem hefur látið fyrirliða Snæfells finna vel fyrir sér í báðum leikjunum í Grindavík. „Þetta var bara mjög lélegt hjá okkur, hreinlega arfaslakt því við gerðum allt það sem við áttum ekki að gera. Þegar við erum lamdir í byrjun leiks þurfum við bara að láta finna fyrir okkur til baka en ekki fara að væla í dómurnum eins og ég og fleiri gerðum," sagði Hlynur, sem segir muninn á þessum leik og fyrstu tveimur liggja í frammistöðu síns liðs. „Þetta var nákvæmlega sama Grindavíkurlið en það var hins vegar annað Snæfellslið sem spilaði þennan leik. Þeir hittu úr þriggja stiga skotunum sínum í dag því þau voru langflest opin og þau setja þessir karlar niður. Þeir geta ekki unnið leiki ef þeir þurfa að skjóta erfiðum þriggja stiga skotum. Við verðum að stoppa þetta og ætlum að gera það á mánudaginn," sagði Hlynur að lokum.ooj@frettabladid.is Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Grindavík sýndi allt annan og betri leik í 19 stiga sigri á Snæfelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Iceland Express-deild karla í gær. Grindavík var með frumkvæðið allan tímann og náði mest 25 stiga forskoti í seinni hálfleik. Það voru Íslendingarnir í liðinu sem gerðu gæfumuninn í gær en liðið missti báða stóru útlendinga sína út, fyrst meiddist Igor Beljanski og svo lenti Jamaal Williams í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu þegar níu mínútur voru eftir. „Við stýrðum hraðanum í tíu mínútur í Stykkishólmi og í 35 mínútur í fyrsta leiknum í Grindavík en núna stýrðum við hraðanum allan leikinn og vorum líka að spila með því fantavörn," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sem fannst allir vera búnir að afskrifa hans menn. „Það átti enginn von á því að við myndum vinna leikinn og menn hafa verið að tala um það að við séum hræddir. Við ætlum ekki að gefast upp baráttulaust," sagði Friðrik, sem var ángæður með marga menn hjá sér í gær. „Þegar við höfum verið að vinna þessa leiki í úrslitakeppninni hafa Íslendingarnir verið að taka meiri ábyrgð hjá okkur. Ég var mjög ánægður með Þorleif í kvöld og eins með Helga, Pál Axel og Adama. Við lendum síðan í vandræðum með stóru mennina og Palli Kristins var frábær í þessum leik. Þetta eru mennirnir sem draga vagninn fyrir okkur og þeir verða bara að mæta í hvern einasta leik ef við ætlum að gera einhverja hluti," sagði Friðrik. Bakverðirnir Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson voru í miklu stuði og Páll Kristinsson tók mikla ábyrgð í fjarveru þeirra Igors og Jamaal og spilaði mjög vel. Sex leikmenn í liðinu skoruðu yfir tíu stig og þeir Helgi og Þorleifur voru saman með 34 stig og 8 þriggja stiga körfur en höfðu aðeins skorað 25 stig og 3 þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur leikjunum. „Við urðum að sýna að minnsta kosti einn góðan leik og við sýndum það að við ætluðum ekki að fara í frí strax og náðum okkur í einn leik í viðbót. Við vorum samstilltir varnarlega en það hefur verið að klikka hjá okkur í síðustu leikjum þar sem við höfum verið of villtir í vörninni," sagði Helgi Jónas, sem fannst vera kominn tími á almennilegan leik hjá sér. „Ég var búinn að vera frekar slakur í síðustu tveimur leikjum og ég ætlaði ekki að láta það endurtaka sig," sagði Helgi Jónas, sem var með 14 stig og 5 stoðsendingar og hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Hlynur Bæringsson fékk óblíðar viðtökur frá Jamaal Williams, sem hefur látið fyrirliða Snæfells finna vel fyrir sér í báðum leikjunum í Grindavík. „Þetta var bara mjög lélegt hjá okkur, hreinlega arfaslakt því við gerðum allt það sem við áttum ekki að gera. Þegar við erum lamdir í byrjun leiks þurfum við bara að láta finna fyrir okkur til baka en ekki fara að væla í dómurnum eins og ég og fleiri gerðum," sagði Hlynur, sem segir muninn á þessum leik og fyrstu tveimur liggja í frammistöðu síns liðs. „Þetta var nákvæmlega sama Grindavíkurlið en það var hins vegar annað Snæfellslið sem spilaði þennan leik. Þeir hittu úr þriggja stiga skotunum sínum í dag því þau voru langflest opin og þau setja þessir karlar niður. Þeir geta ekki unnið leiki ef þeir þurfa að skjóta erfiðum þriggja stiga skotum. Við verðum að stoppa þetta og ætlum að gera það á mánudaginn," sagði Hlynur að lokum.ooj@frettabladid.is
Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira