Innlent

Frakkar vakta íslenska lofthelgi með orrustuþotum

Óli Tynes skrifar

Fjórar franskar orrustuþotur koma til Íslands á morgun og munu þær sinna loftrýmisgæslu næstu mánuðina.

Vélarnar koma á grundvelli ákvörðunar íslenskra stjórnvalda og Atlantshafsbandalagsins. Með þotunum koma 120 flugliðar úr franska flughernum.

Þetta lið verður hér á landi í tvo mánuði. Eftir það munu Bandaríkjamenn taka við í einhvern tíma og svo hver NATO þjóðin af annarri.

Þetta er í fyrsta skipti sem aðrir en Bandaríkjamenn sinna eftirliti með lofthelgi Íslands. Þessar ákvarðanir eru náttúrlega til komnar vegna brottflutnings Bandaríkjamanna frá Keflavík.

Einnig er NATO með þessu að bregðast við stórauknu flugi rússneskra herflugvéla á norðurslóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×