Ljósmyndari þjóðarinnar 26. september 2008 04:30 Eiríkur Sigmundsson, bóndi í Fagranesi á Reykjaströnd, við bjargsig í Drangey með uppgjörðan vað á öxlum. 1938. Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Á sýningunni má meðal annars sjá landslagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins. Framlag Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) til íslenskrar menningarsögu er margþætt. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans, Ísland í myndum, var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslandskvikmynd hans var sýnd á heimssýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvikmyndum hans eru leiknu þjóðháttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn. Mynd hans fyrir heimssýninguna er því miður ekki tiltæk í sýningarhæfu, hreinsuðu eintaki en hún er varðveitt á kvikmyndasafni. Í tengslum við sýninguna verður gefin út bók um Vigfús Sigurgeirsson sem ritstýrt er af sýningarhöfundi, Ingu Láru Baldvinsdóttur. Bókin hefur að geyma fimm greinar eftir sérfræðinga á ýmsum sviðum: Ágúst Ólafur Georgsson, fagstjóri þjóðháttasafns við Þjóðminjasafn Íslands, skrifar um þjóðháttakvikmyndir Vigfúsar, dr. Christiane Stahl, forstöðukona Alfred Ehrhardt Stiftung í Köln, fjallar um sýningu hans í Þýskalandi 1935 og áhrif þýskra ljósmyndara á feril hans eftir þá dvöl; Íris Ellenberger sagnfræðingur skrifar ritgerð um landkynningarvakninguna 1935-1940 og hlut Vigfúsar í henni; Linda Ásdísardóttir, safnvörður við Byggðasafn Árnesinga, fjallar um náttúrumyndir hans og dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, leggur til bókarinnar greiningu á myndgerð ríkisvaldsins í forsetamyndum Vigfúsar. Í bókinni er jafnframt birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður og gefur þar að líta þverskurð af framlagi hans til ljósmyndunar hér á landi. Sýningin og bókin sem henni fylgir hefur verið langan tíma í undirbúningi því Vigfús er eitt af stóru nöfnunum í íslenskri ljósmyndun og framlag hans sem dokumentarista er ekki enn metið til fulls. Utan þess að ganga frá eigin myndum vann hann sem tökumaður og á ýmislegt efni sem öðrum heimildarmyndahöfundum hefur nýst. Með útgáfu þessarar bókar vill Þjóðminjasafn Íslands varpa ljósi á störf Vigfúsar sem ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Bókin verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins og í helstu bókaverslunum, en sýningin er opin til 31. desember. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Á sýningunni má meðal annars sjá landslagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins. Framlag Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) til íslenskrar menningarsögu er margþætt. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans, Ísland í myndum, var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslandskvikmynd hans var sýnd á heimssýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvikmyndum hans eru leiknu þjóðháttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn. Mynd hans fyrir heimssýninguna er því miður ekki tiltæk í sýningarhæfu, hreinsuðu eintaki en hún er varðveitt á kvikmyndasafni. Í tengslum við sýninguna verður gefin út bók um Vigfús Sigurgeirsson sem ritstýrt er af sýningarhöfundi, Ingu Láru Baldvinsdóttur. Bókin hefur að geyma fimm greinar eftir sérfræðinga á ýmsum sviðum: Ágúst Ólafur Georgsson, fagstjóri þjóðháttasafns við Þjóðminjasafn Íslands, skrifar um þjóðháttakvikmyndir Vigfúsar, dr. Christiane Stahl, forstöðukona Alfred Ehrhardt Stiftung í Köln, fjallar um sýningu hans í Þýskalandi 1935 og áhrif þýskra ljósmyndara á feril hans eftir þá dvöl; Íris Ellenberger sagnfræðingur skrifar ritgerð um landkynningarvakninguna 1935-1940 og hlut Vigfúsar í henni; Linda Ásdísardóttir, safnvörður við Byggðasafn Árnesinga, fjallar um náttúrumyndir hans og dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, leggur til bókarinnar greiningu á myndgerð ríkisvaldsins í forsetamyndum Vigfúsar. Í bókinni er jafnframt birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður og gefur þar að líta þverskurð af framlagi hans til ljósmyndunar hér á landi. Sýningin og bókin sem henni fylgir hefur verið langan tíma í undirbúningi því Vigfús er eitt af stóru nöfnunum í íslenskri ljósmyndun og framlag hans sem dokumentarista er ekki enn metið til fulls. Utan þess að ganga frá eigin myndum vann hann sem tökumaður og á ýmislegt efni sem öðrum heimildarmyndahöfundum hefur nýst. Með útgáfu þessarar bókar vill Þjóðminjasafn Íslands varpa ljósi á störf Vigfúsar sem ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Bókin verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins og í helstu bókaverslunum, en sýningin er opin til 31. desember.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira