Flugfreyjur syngja jólalög 3. desember 2008 03:00 Hefur slegið í gegn að undanförnu með Stuðmönnum en nú eru það jólalögin. Flugfreyjukórinn treður upp í Fríkirkjunni í kvöld. Dömurnar skarta nýjum búningum við þetta tækifæri. „Nú eru þær komnar í nýja búninga. Voða krulludæmi framan á eins og Rúni Júll var með þegar hann var upp á sitt besta," segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. „Svo er ég þarna grimmúðlegur á myndinni. Með svarta hanska eins og ég sé með gervihönd." Flugfreyjukórinn mun troða upp á aðventukvöldi Flugfreyjufélags Íslands í kvöld í Fríkirkjunni. Magnús lofar sem stjórnandi vönduðu jólaprógrammi þessa sérstæða og flotta kórs sem nú er að verða fimm ára. „Kórinn er orðinn skratti góður þótt ég segi sjálfur frá. Alveg frábærar stelpur," segir Magnús en í Flugfreyjukórnum eru rúmlega tuttugu meðlimir. Kórinn hefur vakið nokkra athygli að undanförnu en hann hefur troðið upp með Stuðmönnum bæði á Gróttuhátíðinni í haust sem og á stórtónleikum í Laugardalshöll nýverið. „Já, slegið í gegn. Honum Jakobi Frímanni fannst í það minnsta mikið til koma. Veit ekki hvort það er vegna þess að hann er með einhvern „búningafetis" - ég held þó ekki. Hann var voðalega hrifinn." Magnús upplýsir að Jón Rafnsson og Gunnlaugur Briem ætli að spila með kórnum auk Ólafi Finnssyni flugmanni sem ætlar að spila á hljómborð og orgelið. „Svo verður þarna hugvekja sem Atli Thoroddsen flugmaður mun flytja en faðir hans er sá frægi listflugmaður, Björn Thoroddsen." Aðventukvöld Flugfreyjufélagsins hófust fyrir nokkrum árum en þá hafði verið höggvið stórt skarð í raðir flugfólks - það orðið fyrir skakkaföllum af ýmsum orsökum. „Þetta byrjaði sem kyrrðarstund en hefur þróast upp í þessi aðventukvöld þar sem flugfólk kemur saman. En allir eru velkomnir. Allir þeir sem vilja heyra flotta jólatónlist," segir Magnús. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Flugfreyjukórinn treður upp í Fríkirkjunni í kvöld. Dömurnar skarta nýjum búningum við þetta tækifæri. „Nú eru þær komnar í nýja búninga. Voða krulludæmi framan á eins og Rúni Júll var með þegar hann var upp á sitt besta," segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. „Svo er ég þarna grimmúðlegur á myndinni. Með svarta hanska eins og ég sé með gervihönd." Flugfreyjukórinn mun troða upp á aðventukvöldi Flugfreyjufélags Íslands í kvöld í Fríkirkjunni. Magnús lofar sem stjórnandi vönduðu jólaprógrammi þessa sérstæða og flotta kórs sem nú er að verða fimm ára. „Kórinn er orðinn skratti góður þótt ég segi sjálfur frá. Alveg frábærar stelpur," segir Magnús en í Flugfreyjukórnum eru rúmlega tuttugu meðlimir. Kórinn hefur vakið nokkra athygli að undanförnu en hann hefur troðið upp með Stuðmönnum bæði á Gróttuhátíðinni í haust sem og á stórtónleikum í Laugardalshöll nýverið. „Já, slegið í gegn. Honum Jakobi Frímanni fannst í það minnsta mikið til koma. Veit ekki hvort það er vegna þess að hann er með einhvern „búningafetis" - ég held þó ekki. Hann var voðalega hrifinn." Magnús upplýsir að Jón Rafnsson og Gunnlaugur Briem ætli að spila með kórnum auk Ólafi Finnssyni flugmanni sem ætlar að spila á hljómborð og orgelið. „Svo verður þarna hugvekja sem Atli Thoroddsen flugmaður mun flytja en faðir hans er sá frægi listflugmaður, Björn Thoroddsen." Aðventukvöld Flugfreyjufélagsins hófust fyrir nokkrum árum en þá hafði verið höggvið stórt skarð í raðir flugfólks - það orðið fyrir skakkaföllum af ýmsum orsökum. „Þetta byrjaði sem kyrrðarstund en hefur þróast upp í þessi aðventukvöld þar sem flugfólk kemur saman. En allir eru velkomnir. Allir þeir sem vilja heyra flotta jólatónlist," segir Magnús.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira