Hafnarfjörður á 100 ára afmæli í dag og verður mikið um dýrðir í bænum af því tilefni.
Fiskiveisla og bryggjuball hefst klukkan tólf á hádegi. Klukkan þrjú verður útikaffiboð í Strandgötunni.
Þar verður gestum boðið upp á sneið af 100 metra afmælisköku og glas af ískaldri mjólk.
Klukkan hálf fimm hefjast svo hátíðartónleikar að Ásvöllum.
Þar koma fram Kammersveit Hafnarfjarðar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt 700 manna afmæliskór.