Beðið eftir Godot Jón Kaldal skrifar 2. september 2008 04:00 Á Alþingi í dag mun Geir Haarde forsætisráðherra flytja skýrslu um stöðu efnahagsmála. Það eru örugglega engar ýkjur að segja að fárra framsagna Geirs hafi verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu. Biðin eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við þeim efnahagsþrengingum sem fylgja gengisfalli krónunnar, hratt hækkandi verðlagi og tilheyrandi verðbólgu er farin að minna um margt á Beðið eftir Godot, frægasta leikrit írska Nóbelsskáldsins Samuels Beckett. Eins og allir leikhúsunnendur þekkja vísar titill verksins í bið sem aldrei tekur enda. Og það bíða vissulega margir eftir leiðsögn stjórnmálalífsins þessa dagana. Það fallega hugtak þjóðarsátt hefur sérstaklega verið mörgum tamt á tungu undanfarna mánuði. Í síðustu viku ítrekuðu forystumenn ASÍ ósk um breitt samráð ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda og kvörtuðu um leið yfir dræmum undirtektum þeirrar fyrstnefndu. Í viðtali við Markaðinn fyrir fjórum vikum ræddu fyrrum jaxlar úr fremstu víglínu atvinnulífsins og verkalýðsbaráttunnar, þeir Þórarinn V. Þórarinsson og Ari Skúlason, um nauðsyn styrkrar forystu stjórnmálamannanna um þessar mundir. Þeir fullyrtu reyndar að við núverandi aðstæður yrði stjórnmálalífið að taka af skarið og veita þá forystu sem með þyrfti. Þeir félagar bentu réttilega á að samfélagið væri gjörbreytt frá dögum þjóðarsáttarinnar þegar vinnumarkaðurinn var lokaður og samtök atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar sterkari. Það er þó óneitanlega kaldhæðnislegt að frumkvæði VSÍ og ASÍ á sínum tíma var einmitt vegna ráðleysis og skort á frumkvæði ríkisstjórnarinnar sem sat þá við völd. Það er hálf hrollvekjandi tilhugsun, en orð Þórarins og Ara um mikilvægi stjórnmálalífsins er tæpast hægt að skilja á annan veg en að þjóðin sé í stórvandræðum ef núverandi ríkisstjórn guggnar frammi fyrir efnahagsvandanum. Það er engin ástæða til að draga úr umfangi þeirra þrenginga sem eru fram undan, og beinlínis ósanngjarnt að ætlast til að stjórnmálamennirnir hafi lausnir við þeim á reiðum höndum. Krafa um styrka forystu og skýr skilaboð frá ríkisstjórninni er hins vegar eðlileg og réttmæt. Hingað til má segja að forsætisráðherra hafi verið eins og í hlutverki Estragons, úr fyrrnefndu verki Becketts, sem situr mestallan fyrsta þátt þess og bisar við að ná af sér öðru stígvélinu, þar til hann gefst upp og segir. „Ekkert við því að gera." Í dag hefur Geir tækifæri til að sýna úr hverju hann er gerður. Áhorfendurnir í salnum eru orðnir óþolinmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Á Alþingi í dag mun Geir Haarde forsætisráðherra flytja skýrslu um stöðu efnahagsmála. Það eru örugglega engar ýkjur að segja að fárra framsagna Geirs hafi verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu. Biðin eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við þeim efnahagsþrengingum sem fylgja gengisfalli krónunnar, hratt hækkandi verðlagi og tilheyrandi verðbólgu er farin að minna um margt á Beðið eftir Godot, frægasta leikrit írska Nóbelsskáldsins Samuels Beckett. Eins og allir leikhúsunnendur þekkja vísar titill verksins í bið sem aldrei tekur enda. Og það bíða vissulega margir eftir leiðsögn stjórnmálalífsins þessa dagana. Það fallega hugtak þjóðarsátt hefur sérstaklega verið mörgum tamt á tungu undanfarna mánuði. Í síðustu viku ítrekuðu forystumenn ASÍ ósk um breitt samráð ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda og kvörtuðu um leið yfir dræmum undirtektum þeirrar fyrstnefndu. Í viðtali við Markaðinn fyrir fjórum vikum ræddu fyrrum jaxlar úr fremstu víglínu atvinnulífsins og verkalýðsbaráttunnar, þeir Þórarinn V. Þórarinsson og Ari Skúlason, um nauðsyn styrkrar forystu stjórnmálamannanna um þessar mundir. Þeir fullyrtu reyndar að við núverandi aðstæður yrði stjórnmálalífið að taka af skarið og veita þá forystu sem með þyrfti. Þeir félagar bentu réttilega á að samfélagið væri gjörbreytt frá dögum þjóðarsáttarinnar þegar vinnumarkaðurinn var lokaður og samtök atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar sterkari. Það er þó óneitanlega kaldhæðnislegt að frumkvæði VSÍ og ASÍ á sínum tíma var einmitt vegna ráðleysis og skort á frumkvæði ríkisstjórnarinnar sem sat þá við völd. Það er hálf hrollvekjandi tilhugsun, en orð Þórarins og Ara um mikilvægi stjórnmálalífsins er tæpast hægt að skilja á annan veg en að þjóðin sé í stórvandræðum ef núverandi ríkisstjórn guggnar frammi fyrir efnahagsvandanum. Það er engin ástæða til að draga úr umfangi þeirra þrenginga sem eru fram undan, og beinlínis ósanngjarnt að ætlast til að stjórnmálamennirnir hafi lausnir við þeim á reiðum höndum. Krafa um styrka forystu og skýr skilaboð frá ríkisstjórninni er hins vegar eðlileg og réttmæt. Hingað til má segja að forsætisráðherra hafi verið eins og í hlutverki Estragons, úr fyrrnefndu verki Becketts, sem situr mestallan fyrsta þátt þess og bisar við að ná af sér öðru stígvélinu, þar til hann gefst upp og segir. „Ekkert við því að gera." Í dag hefur Geir tækifæri til að sýna úr hverju hann er gerður. Áhorfendurnir í salnum eru orðnir óþolinmóðir.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun