Sport

Sigrún Brá tryggði sér sæti á ÓL

Mynd/Arnþór

Sundkonan Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni tryggði sér í dag keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Peking í sumar þegar hún setti íslandsmet í 200 metra skriðsundi á móti í Mónakó.

Sigrún synti 200 metrana á 2 mínútum og 3,35 sekúndum og sló Íslandsmetið sem hún setti sjálf í morgun.

Sigrún er fimmti íslenski sundmaðurinn sem nær ÓL-lágmarki, en áður höfðu Örn Arnarson, Jakob Jóhann Sveinsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir tryggt sér þátttökurétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×