Gamla kempan Guðjón Skúlason sýndi og sannaði í dag að hann hefur engu gleymt þegar kemur að langskotunum.
Guðjón sigraði með yfirburðum í þriggja stiga skotkeppninni í Stjörnuleiknum.
Guðjón skaut þar með langskyttum dagsins í dag ref fyrir rass og vann öruggan sigur í fjögurra manna úrslitum þar sem hann mætti Nemanja Sovic, Magnúsi Gunnarssyni og Tyler Dunaway.
Flestar bestu skyttur Íslandssögunnar voru samankomnar í keppninni í dag, en engin þeirra átti möguleika gegn Keflvíkingnum knáa.
Forkeppni:
Magnús Þór Gunnarsson 14 stig
Guðjón Skúlason 12 stig
Nemanja Sovic 11 stig
Tyler Dunaway 11 stig
Logi Gunnarsson 10 stig
Jón Arnór Stefánsson 10 stig
Herbert Arnarsson 10 stig
Páll Axel Vilbergsson 9 stig
Falur Harðarson 9 stig
Vésteinn Sveinsson 8 stig
Teitur Örlygsson 8 stig
Valur Ingimundarson 8 stig
Kristinn Friðriksson 6 stig
Jakob Örn Sigurðarson 6 stig
Marel Guðlaugsson 6 stig
Úrslit:
Guðjón Skúlason 15 stig
Magnús Þór Gunnarsson 10 stig
Tyler Dunaway 9 stig
Nemanja Sovic 9 stig