Meistari Rúnar Júl hefur frá árinu 1965 gefið út plötur með nýju efni. Í ár verður breyting á. Í stað hefðbundins nýmetis kemur út þrefaldi safndiskurinn Sögur um lífið.
„Það verður stiklað á virkilega stóru alveg frá 1965 til 2008, einhver 70-80 lög," segir Rúnar. „Ég fékk heiðursverðlaun ÍTV í vor og ákvað að staldra aðeins við í ár. Ég kem svo fílefldur til leiks á næsta ári með nýja plötu."
Rúnar man auðvitað tímana tvenna, ef ekki þrenna. „Í gamla daga var maður alveg einn á plötumarkaðinum, kannski með Fóstbræðrum. Þá var þetta aðeins rólegra. En ég hef samt alltaf komið með eitthvað nýtt á hverju ári. Nema reyndar árið 1973. Það var magurt ár."