Leyfið bönkunum að koma til mín Þráinn Bertelsson skrifar 14. apríl 2008 06:00 Leyfið bönkunum að koma til mín og bannið þeim það ekki! Að vandlega athuguðu máli og hafandi ráðgast við fjölskyldu mína hef ég ákveðið að bjóðast til að losa þjóðina á einu bretti við vandamálið sem hangir yfir okkur öllum. Bankavandamálið. Vaxtavandamálið. Seðlabankavandamálið. Allir bankar sem erfiði og þunga eru hlaðnir geta komið til mín og ég mun kaupa þá og staðgreiða og eigendur þeirra geta gengið til móts við nýja tíma glaðir og áhyggjulausir. Staðgreiðsluverð fyrir stykkið getur numið allt að einni evru, sem er stabíll og góður gjaldmiðll og ekki síðri en íslenska krónan. ÉG LÝSI MIG hér með reiðubúinn að kaupa alla íslensku bankana, jafnvel Seðlabankann líka þrátt fyrir að ástandið á þeim bæ sé eins og allir vita. Fyrir hvern banka er ég reiðubúinn að greiða út í hönd allt að eina evru. Í kaupunum fylgja allar skuldir bankanna sem löglega er til stofnað og allar eignir þeirra, þar með talin leynihólf, leynireikningar hérlendis og erlendis, listaverkasöfn, hlutabréfasöfn og annað fé fast og laust. ÞAR SEM ég hef ekki áhuga á að sóa nema sem allra minnstum hluta af lífi mínu sem kapítalisti er fyrirætlun mín sú að gefa íslensku þjóðinni aftur það sem var með rangindum, svindli, refskap og pólitískri spillingu frá henni tekið. Af fyrri reynslu treysti ég ekki stjórnmálamönnum til að sjá um að einkavæða bankana að nýju og því ætla ég sjálfur að sjá um einkavæðinguna. Það ætla ég að gera með því að senda hverju mannsbarni sem á lögheimili sitt á Íslandi eitt hlutabréf í hverjum banka og verða hlutirnir jafnmargir og íbúatala landsins gefur tilefni til. ÞETTA TILBOÐ stendur til miðnættis í nótt. Þeir bankar sem ekki taka þessu tilboði skulu ekki voga sér að fara fram á að skattpeningar mínir verði nýttir til að bjarga þeim úr þeim ógöngum sem „alþjóðlegur skortur á lánsfjármagni" hefur leitt þá í - ekki „græðgi og skeytingarleysi um almannaheill" eins og margir halda. Seðlabankanum ætla ég að pakka saman í vasatölvu sem pípir þegar breyta þarf vöxtunum. Svörtuloftum verður breytt í rannsóknarstofnun fyrir stórmennskubrjálæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun
Leyfið bönkunum að koma til mín og bannið þeim það ekki! Að vandlega athuguðu máli og hafandi ráðgast við fjölskyldu mína hef ég ákveðið að bjóðast til að losa þjóðina á einu bretti við vandamálið sem hangir yfir okkur öllum. Bankavandamálið. Vaxtavandamálið. Seðlabankavandamálið. Allir bankar sem erfiði og þunga eru hlaðnir geta komið til mín og ég mun kaupa þá og staðgreiða og eigendur þeirra geta gengið til móts við nýja tíma glaðir og áhyggjulausir. Staðgreiðsluverð fyrir stykkið getur numið allt að einni evru, sem er stabíll og góður gjaldmiðll og ekki síðri en íslenska krónan. ÉG LÝSI MIG hér með reiðubúinn að kaupa alla íslensku bankana, jafnvel Seðlabankann líka þrátt fyrir að ástandið á þeim bæ sé eins og allir vita. Fyrir hvern banka er ég reiðubúinn að greiða út í hönd allt að eina evru. Í kaupunum fylgja allar skuldir bankanna sem löglega er til stofnað og allar eignir þeirra, þar með talin leynihólf, leynireikningar hérlendis og erlendis, listaverkasöfn, hlutabréfasöfn og annað fé fast og laust. ÞAR SEM ég hef ekki áhuga á að sóa nema sem allra minnstum hluta af lífi mínu sem kapítalisti er fyrirætlun mín sú að gefa íslensku þjóðinni aftur það sem var með rangindum, svindli, refskap og pólitískri spillingu frá henni tekið. Af fyrri reynslu treysti ég ekki stjórnmálamönnum til að sjá um að einkavæða bankana að nýju og því ætla ég sjálfur að sjá um einkavæðinguna. Það ætla ég að gera með því að senda hverju mannsbarni sem á lögheimili sitt á Íslandi eitt hlutabréf í hverjum banka og verða hlutirnir jafnmargir og íbúatala landsins gefur tilefni til. ÞETTA TILBOÐ stendur til miðnættis í nótt. Þeir bankar sem ekki taka þessu tilboði skulu ekki voga sér að fara fram á að skattpeningar mínir verði nýttir til að bjarga þeim úr þeim ógöngum sem „alþjóðlegur skortur á lánsfjármagni" hefur leitt þá í - ekki „græðgi og skeytingarleysi um almannaheill" eins og margir halda. Seðlabankanum ætla ég að pakka saman í vasatölvu sem pípir þegar breyta þarf vöxtunum. Svörtuloftum verður breytt í rannsóknarstofnun fyrir stórmennskubrjálæði.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun