Norrænir leikhúsdagar 23. júlí 2008 06:00 Leiklist Sara Stridsberg er tilnefnd fyrir leikverk sitt upp úr skáldsögunni - heimildaverkinu - Jean Solanas ska bli president i Amerika sem tryggði henni bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra. Meðan á hátíðinni í Tampere stendur er haldið upp á Norræna leikhúsdaga og er það ánægjulegt tækifæri til að sameina þessar tvær hátíðir. Verður því talsvert meira af norrænu leikhúsfólki í Tampere. Á Norrænum leikhúsdögum verða Leikskáldaverðlaun Norðurlanda afhent í níunda sinn. Annað hvert ár eru valin áhugaverðustu frumsömdu verkin í hverju landi frá árunum á undan, þau sett undir alþjóðlega mælistiku og eitt verðlaunað. Verkin sem nú eru tilnefnd eru Om et øjeblik eftir Peter Asmussen frá Danmörku, Fundamentalist eftir Juha Jokela frá Finnlandi sem flutt verður á hátíðinni af færeyskum leikhóp, Óhapp Bjarna Jónssonar, og Valerie Jean Solanas ska bli president i Amerika eftir Sara Stridsberg frá Svíþjóð. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn 1992 á Norrænum leikhúsdögum í Reykjavík og fékk Hrafnhildur Hagalín þá verðlaunin fyrir Ég er meistarinn. Aðrir norrænir höfundar sem þegið hafa þennan heiður fyir verk sín eru Kari Hotakainen, Astrid Saalbach, Jóanes Nielsen, Jon Fosse, Lars Norén, Paavo Haavikko og Svend Holm. Ekkert verðlaunaverka þeirra hefur komið á svið hér á landi. Norrænir leikhúsdaga eru nú haldnir á sjötugs afmæli norræns leikhússamstarfs. Hátíðin nýtur styrkja Norrænu ráðherranefndarinnar. Öll tilnefndu verkin eru leiklesin á hátíðinni nema færeyska framlagið. Tilgangur daganna er að efla samskipti milli norrænna leikflokka og leikhúsfólks. Að auki er boðið uppá námskeið, kynningar og umræður auk alls þess fjölda leiksýninga sem má skoða á hátíðinni. Sökum þess að dagskrána sækja margir alþjóðlegir gestir er opinbert tungumál hátíðarinnar enska. Margt er forvitnilegt á dagskrá þessa daga og kemur íslenskt leikhúsfólk að þeirri vinnu: umræður um sjálfsmynd og menningu í norrænu leikhúsi; þemu í rússneskri, baltneskri og bandarískri leikritun og einnig í norrænni leikritun þar sem Hlín Agnarsdóttir verður á palli. Í ljósi reynslu munu menn ræða hvers vegna norræn leikrit eru læst innan landamæra þjóðanna. Hávar Sigurjónsson verður á palli að stýra umræðum um höfundasmiðjur og nýjar leiðir í sköpun leikverka. Ragnheiður Skúladóttir leiðir umræður um hlutverk gagnrýnenda í nýju fjölmiðlaumhverfi. Egill Heiðar Anton Pálsson ræðir í hóp um bannsvið og ritskoðun í leikhúsi. -pbb Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Meðan á hátíðinni í Tampere stendur er haldið upp á Norræna leikhúsdaga og er það ánægjulegt tækifæri til að sameina þessar tvær hátíðir. Verður því talsvert meira af norrænu leikhúsfólki í Tampere. Á Norrænum leikhúsdögum verða Leikskáldaverðlaun Norðurlanda afhent í níunda sinn. Annað hvert ár eru valin áhugaverðustu frumsömdu verkin í hverju landi frá árunum á undan, þau sett undir alþjóðlega mælistiku og eitt verðlaunað. Verkin sem nú eru tilnefnd eru Om et øjeblik eftir Peter Asmussen frá Danmörku, Fundamentalist eftir Juha Jokela frá Finnlandi sem flutt verður á hátíðinni af færeyskum leikhóp, Óhapp Bjarna Jónssonar, og Valerie Jean Solanas ska bli president i Amerika eftir Sara Stridsberg frá Svíþjóð. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn 1992 á Norrænum leikhúsdögum í Reykjavík og fékk Hrafnhildur Hagalín þá verðlaunin fyrir Ég er meistarinn. Aðrir norrænir höfundar sem þegið hafa þennan heiður fyir verk sín eru Kari Hotakainen, Astrid Saalbach, Jóanes Nielsen, Jon Fosse, Lars Norén, Paavo Haavikko og Svend Holm. Ekkert verðlaunaverka þeirra hefur komið á svið hér á landi. Norrænir leikhúsdaga eru nú haldnir á sjötugs afmæli norræns leikhússamstarfs. Hátíðin nýtur styrkja Norrænu ráðherranefndarinnar. Öll tilnefndu verkin eru leiklesin á hátíðinni nema færeyska framlagið. Tilgangur daganna er að efla samskipti milli norrænna leikflokka og leikhúsfólks. Að auki er boðið uppá námskeið, kynningar og umræður auk alls þess fjölda leiksýninga sem má skoða á hátíðinni. Sökum þess að dagskrána sækja margir alþjóðlegir gestir er opinbert tungumál hátíðarinnar enska. Margt er forvitnilegt á dagskrá þessa daga og kemur íslenskt leikhúsfólk að þeirri vinnu: umræður um sjálfsmynd og menningu í norrænu leikhúsi; þemu í rússneskri, baltneskri og bandarískri leikritun og einnig í norrænni leikritun þar sem Hlín Agnarsdóttir verður á palli. Í ljósi reynslu munu menn ræða hvers vegna norræn leikrit eru læst innan landamæra þjóðanna. Hávar Sigurjónsson verður á palli að stýra umræðum um höfundasmiðjur og nýjar leiðir í sköpun leikverka. Ragnheiður Skúladóttir leiðir umræður um hlutverk gagnrýnenda í nýju fjölmiðlaumhverfi. Egill Heiðar Anton Pálsson ræðir í hóp um bannsvið og ritskoðun í leikhúsi. -pbb
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira