Fredrikstad vann Lilleström 4-0 í norsku úrvalsdeildinni í dag. Garðar Jóhannsson skoraði tvö af mörkunum.
Hann braut ísinn með fyrsta marki leiksins strax á 2. mínútu og skoraði síðan síðasta mark leiksins rétt fyrir hálfleik.
Garðar hefur svo sannarlega verið iðinn við markaskorun í Noregi.