Norðlægar borgir 13. desember 2008 06:00 Ein mynda Atla úr ferðalagi hans um norðlægar borgir mynd ljósmyndasafn reykjavíkur/ Atli Heimir Hafsteinsson Í dag opnar Atli Heimir Hafsteinsson ljósmyndasýningu í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Atli var í hópi ungra norrænna ljósmyndara sem valdir voru til þess að taka þátt í verkefninu North-ern Cities Project - skipulagt af Norrænu ljósmyndamiðstöðinni í Oulu, Finnlandi. Markmið verkefnisins var að fanga anda sex norðlægra borga í Skandinavíu og Rússlandi árið 2004. Listamennirnir fengu frjálsar hendur og ferðuðust milli borganna Tromsö í Noregi, Oulu og Tornio í Finnlandi, Murmansk og Syktivar í Rússlandi og Happaranda í Svíþjóð í leit að myndefni. Verkefnið endaði svo í sýningu sem sýnd var víðs vegar í Skandinavíu árið 2005. Það er því Ljósmyndasafni Reykjavíkur sérstakur heiður að frumsýna efnið á Íslandi. Sýningin í Skotinu er hluti af þessu verkefni Atla og má þar sjá afrakstur vinnu hans við að ferðast til ofangreindra borga, banka upp á hjá fólki og fá það til að sitja fyrir á ljósmyndum. Tilgangur hans var að draga upp raunsæja mynd af fólkinu og þeirra híbýlum í hverri borg fyrir sig og ná þannig fram persónulegri sýn á menningu þjóðanna. Sýningin skiptist í tvo hluta. Annars vegar í myndvarpasýningu þar sem má sjá fólkið fyrir framan heimili sín og hins vegar sýningu á verkum á vegg, sem Atli skilgreinir sem eins konar tilraun til þess að lýsa borg í einni mynd. Atli Már Hafsteinsson hefur á undanförnum árum unnið sem auglýsingaljósmyndari á Íslandi og má sjá dæmi af þeirri starfsemi hans á síðunni www.dund.is. Atli lærði ljósmyndun hjá Kristjáni Pétri Guðnasyni í Skyggnu-Myndverk og hefur sýnt víðs vegar bæði innanlands og utan. - pbb Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag opnar Atli Heimir Hafsteinsson ljósmyndasýningu í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Atli var í hópi ungra norrænna ljósmyndara sem valdir voru til þess að taka þátt í verkefninu North-ern Cities Project - skipulagt af Norrænu ljósmyndamiðstöðinni í Oulu, Finnlandi. Markmið verkefnisins var að fanga anda sex norðlægra borga í Skandinavíu og Rússlandi árið 2004. Listamennirnir fengu frjálsar hendur og ferðuðust milli borganna Tromsö í Noregi, Oulu og Tornio í Finnlandi, Murmansk og Syktivar í Rússlandi og Happaranda í Svíþjóð í leit að myndefni. Verkefnið endaði svo í sýningu sem sýnd var víðs vegar í Skandinavíu árið 2005. Það er því Ljósmyndasafni Reykjavíkur sérstakur heiður að frumsýna efnið á Íslandi. Sýningin í Skotinu er hluti af þessu verkefni Atla og má þar sjá afrakstur vinnu hans við að ferðast til ofangreindra borga, banka upp á hjá fólki og fá það til að sitja fyrir á ljósmyndum. Tilgangur hans var að draga upp raunsæja mynd af fólkinu og þeirra híbýlum í hverri borg fyrir sig og ná þannig fram persónulegri sýn á menningu þjóðanna. Sýningin skiptist í tvo hluta. Annars vegar í myndvarpasýningu þar sem má sjá fólkið fyrir framan heimili sín og hins vegar sýningu á verkum á vegg, sem Atli skilgreinir sem eins konar tilraun til þess að lýsa borg í einni mynd. Atli Már Hafsteinsson hefur á undanförnum árum unnið sem auglýsingaljósmyndari á Íslandi og má sjá dæmi af þeirri starfsemi hans á síðunni www.dund.is. Atli lærði ljósmyndun hjá Kristjáni Pétri Guðnasyni í Skyggnu-Myndverk og hefur sýnt víðs vegar bæði innanlands og utan. - pbb
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira