Íslenski boltinn

Stærsti sigur í bikarúrslitum kvenna í sautján ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-stúlkur voru lukkulegar eftir bikarsigurinn
KR-stúlkur voru lukkulegar eftir bikarsigurinn Mynd/Daníel

KR vann í dag stærsta sigur í bikarúrslitum síðan 1991 þegar Vesturbæjarkonur rúlluðu yfir Íslandsmeistara Vals og unnu þá 4-0 á Laugardalsvellinum.

Stærsti sigur sögunnar í bikarúrslitum kvenna kom þegar ÍA vann 6-0 sigur á b-deildarliði Keflavíkur árið 1991 en sigur KR-liðsins í dag er í 2. til 3. sæti ásamt 4-0 sigri Breiðabliks á Val í fyrsta bikarúrslitaleiknum árið 1981.

Hinir tveir leikirnir fóru ekki fram á aðalleikvangi Laugardalsvallar og ekkert kvennalið hefur því unnið stærri sigur í bikarúrslitum á Þjóðarleikvanginum en bikarmeistarar KR gerðu í dag.



Stærstu sigrar í bikarúrslitum kvenna:

+6, ÍA-Keflavík 6-0, Varmárvöllur, 1991

+4, Breiðablik-Valur 4-0, Hallarflöt, 1981

+4, KR-Valur 4-0, Laugardalsvöllur, 2008

+3, Breiðablik-Valur 3-0, Laugardalsvöllur, 1996

+3, Breiðablik-KR 4-1, Laugardalsvöllur, 2005

+3, KR-Keflavík 3-0, Laugardalsvöllur, 2007










Fleiri fréttir

Sjá meira


×