Frábærar viðtökur í New York 13. október 2008 06:15 Ólöf Arnalds á tónleikum sínum í klúbbnum Le Poisson Rouge í New York. Ferð hennar til borgarinnar heppnaðist einkar vel. MYND/Gabi Porter Ólöf Arnalds spilaði nýverið á þrennum tónleikum í New York. Tónlistarsjóðurinn Kraumur og íslenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið og ferðin tókst með eindæmum vel. Fyrstu tónleikarnir voru á tónlistarhátíð á vegum útvarpsstöðvarinnar East Village Radio þar sem Boris og Mark Ronson komu einnig fram. Næst spilaði Ólöf í tónlistarklúbbnum Le Poisson Rouge með Skúla Sverrissyni og fluttu þau lög af plötum sínum Sería og Við og við. Uppselt var á tónleikana og fengu þeir frábæra dóma á hinum ýmsu vefmiðlum og bloggsíðum. Hinn virti útvarpsmaður John Shaefer á WNYC gerði plötum Ólafar og Skúla jafnframt hátt undir höfði og lýsti yfir áhuga á að bjóða Ólöfu í einn af þáttum sínum, New Sounds, þar sem upprennandi tónlistarmenn eru kynntir til sögunnar. Lokatónleika ferðalagsins hélt Ólöf með Sam Amidon og Kríu Brekkan. Hlutu þeir mjög góða dóma í Paste Magazine, sem hafði áður valið Við og við í 38. sæti af hundrað bestu plötum síðasta árs. Ólöf Arnalds vinnur nú að næstu plötu auk þess sem hún mun spila á Womex-heimstónlistarhátíðinni sem verður haldin í Sevilla um næstu mánaðamót. Verður hún fyrsti íslenski tónlistarmaðurinn til að spila á hátíðinni. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Ólöf Arnalds spilaði nýverið á þrennum tónleikum í New York. Tónlistarsjóðurinn Kraumur og íslenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið og ferðin tókst með eindæmum vel. Fyrstu tónleikarnir voru á tónlistarhátíð á vegum útvarpsstöðvarinnar East Village Radio þar sem Boris og Mark Ronson komu einnig fram. Næst spilaði Ólöf í tónlistarklúbbnum Le Poisson Rouge með Skúla Sverrissyni og fluttu þau lög af plötum sínum Sería og Við og við. Uppselt var á tónleikana og fengu þeir frábæra dóma á hinum ýmsu vefmiðlum og bloggsíðum. Hinn virti útvarpsmaður John Shaefer á WNYC gerði plötum Ólafar og Skúla jafnframt hátt undir höfði og lýsti yfir áhuga á að bjóða Ólöfu í einn af þáttum sínum, New Sounds, þar sem upprennandi tónlistarmenn eru kynntir til sögunnar. Lokatónleika ferðalagsins hélt Ólöf með Sam Amidon og Kríu Brekkan. Hlutu þeir mjög góða dóma í Paste Magazine, sem hafði áður valið Við og við í 38. sæti af hundrað bestu plötum síðasta árs. Ólöf Arnalds vinnur nú að næstu plötu auk þess sem hún mun spila á Womex-heimstónlistarhátíðinni sem verður haldin í Sevilla um næstu mánaðamót. Verður hún fyrsti íslenski tónlistarmaðurinn til að spila á hátíðinni.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira