Ný réttarskipan rædd eftir dóm Birgis Páls 17. apríl 2008 00:01 Mál Birgis Páls hefur vakið pólitíska umræðu um færeyskt réttarfar. Ráðherra dómsmála telur að Færeyingar verði að koma sér upp sinni eigin réttarskipan. Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við færeyska ríkisútvarpið. Tiltók hún sérstaklega þá venju að fangar sitji í langri einangrunarvist, en ítrekaði að um pólitíska umræðu væri að ræða. Hún telur lítinn möguleika á að breyta þessu á meðan Færeyingar búa við danskt réttarfar. Dómurinn yfir Birgi Páli Marteinssyni er kveikja umræðunnar. Mörgum þykir hann of strangur og enn fleiri setja spurningarmerki við þá löngu einangrunarvist sem Birgir Páll mátti sæta. Hann sat 200 daga í varðhaldi, þar af 168 í einangrun í tvennu lagi, þar með talið síðustu 134 dagana. Birgi var sleppt úr einangrun, en þegar upp komst að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu var hann færður í einangrun aftur. Færeyjadeild Amnesty International hefur gagnrýnt einangrunarvistina og hyggur á rannsókn á því hvernig einangrun er beitt í færeyskum fangelsum. „Við teljum langa einangrunarvist, eins og í tilfelli Birgis Páls, vera ákveðna tegund pyntingar,“ segir Firouz Gaini, formaður deildarinnar. „Hún getur haft mjög alvarlegar sálrænar og félagslegar afleiðingar fyrir viðkomandi.“ Amnesty International hefur gagnrýnt dönsk stjórnvöld fyrir beitingu einangrunarvistar. Firouz segir að Amnesty telji að einangrun eigi að vera neyðarúrræði. „Við teljum að einangrunarvist eigi að vera, ef ekki bönnuð algjörlega, þá bundin við neyðartilfelli.“ Olavur Jákup Kristoffersen, verjandi Birgis, segir mikla umræðu hafa skapast í Færeyjum í kjölfar dóms hans. „Menn eru ýmist að ræða um lengd dómsins eða lengd einangrunarvistarinnar. Almennt talið finnst mönnum einangrunin allt of löng. Færeyingar eru vanir löngum dómum í fíkniefnamálum, en mörgum ofbýður lengd þessa dóms,“ segir Olavur. Firouz tekur undir þetta. Linda Hesselberg, saksóknari í máli Birgis, varaði í færeyska útvarpinu við því að lengd einangrunarvistar verði settar hömlur, slíkt geti líka haft afleiðingar í för með sér. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort refsingunni verður áfrýjað. Olavur Jákup segir venju að nýta til fulls þann frest sem gefinn er, eða tvær vikur.kolbeinn@frettabladid.is Pólstjörnumálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við færeyska ríkisútvarpið. Tiltók hún sérstaklega þá venju að fangar sitji í langri einangrunarvist, en ítrekaði að um pólitíska umræðu væri að ræða. Hún telur lítinn möguleika á að breyta þessu á meðan Færeyingar búa við danskt réttarfar. Dómurinn yfir Birgi Páli Marteinssyni er kveikja umræðunnar. Mörgum þykir hann of strangur og enn fleiri setja spurningarmerki við þá löngu einangrunarvist sem Birgir Páll mátti sæta. Hann sat 200 daga í varðhaldi, þar af 168 í einangrun í tvennu lagi, þar með talið síðustu 134 dagana. Birgi var sleppt úr einangrun, en þegar upp komst að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu var hann færður í einangrun aftur. Færeyjadeild Amnesty International hefur gagnrýnt einangrunarvistina og hyggur á rannsókn á því hvernig einangrun er beitt í færeyskum fangelsum. „Við teljum langa einangrunarvist, eins og í tilfelli Birgis Páls, vera ákveðna tegund pyntingar,“ segir Firouz Gaini, formaður deildarinnar. „Hún getur haft mjög alvarlegar sálrænar og félagslegar afleiðingar fyrir viðkomandi.“ Amnesty International hefur gagnrýnt dönsk stjórnvöld fyrir beitingu einangrunarvistar. Firouz segir að Amnesty telji að einangrun eigi að vera neyðarúrræði. „Við teljum að einangrunarvist eigi að vera, ef ekki bönnuð algjörlega, þá bundin við neyðartilfelli.“ Olavur Jákup Kristoffersen, verjandi Birgis, segir mikla umræðu hafa skapast í Færeyjum í kjölfar dóms hans. „Menn eru ýmist að ræða um lengd dómsins eða lengd einangrunarvistarinnar. Almennt talið finnst mönnum einangrunin allt of löng. Færeyingar eru vanir löngum dómum í fíkniefnamálum, en mörgum ofbýður lengd þessa dóms,“ segir Olavur. Firouz tekur undir þetta. Linda Hesselberg, saksóknari í máli Birgis, varaði í færeyska útvarpinu við því að lengd einangrunarvistar verði settar hömlur, slíkt geti líka haft afleiðingar í för með sér. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort refsingunni verður áfrýjað. Olavur Jákup segir venju að nýta til fulls þann frest sem gefinn er, eða tvær vikur.kolbeinn@frettabladid.is
Pólstjörnumálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira