ÍR er búið að vekja okkur aftur 9. apríl 2008 14:38 Magnús Þór Gunnarsson Mynd/Stefán Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir hans menn óhressa með frammistöðu sína eftir fyrsta leikinn við ÍR og gaf í dag út aðvörun til andstæðinga liðsins í samtali við Vísi. ÍR hefur komið nokkuð á óvart í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar og fylgdi eftir sigrinum á Íslandsmeisturum KR með því að vinna Keflvíkinga í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu á dögunum. Magnús Þór var vitanlega ekki kátur með tapið og að vera búinn að missa heimavallarréttinn yfir til Breiðhyltinga. "Það voru bara lykilmenn í liðinu sem mættu ekki til leiks og þar er ég meðtalinn. Það auðvitað gengur ekki í svona leik. Þó við séum með gott lið, verðum við allir að spila vel til að vinna. Þetta gerðist sem betur fer í fyrsta leik og það er nóg eftir af þessu einvígi. Við þessir sem gátum ekki neitt í fyrsta leiknum verðum bara betri í kvöld - við verðum allir góðir í kvöld," sagði Magnús ákveðinn í samtali við Vísi. Við spurðum Magnús hvort lið ÍR hefði komið Keflvíkingum á óvart með leik sínum. "Ég get nú ekki sagt það, við þekkjum þessa stráka vel, en ég held að við höfum meira komið okkur sjálfum á óvart með það hvað við vorum lélegir. Það sannaðist að ef menn mæta ekki tilbúnir í þetta, þá bara tapa þeir. En við ætlum að leiðrétta það í kvöld," sagði Magnús. Hann vill meina að pressan sé enn á ÍR þó liðið hafi náð að landa sigri í fyrsta leiknum. "Þeir verða auðvitað að vinna í kvöld, því ef þeir gera það ekki erum við komnir aftur með heimavallarréttinn. Ég get líka lofað því að við töpum ekki öðrum leik í Keflavík í þessari úrslitakeppni. Það kemur ekkert lið til Keflavíkur og vinnur og heldur að það komist upp með það. Þeir vöktu okkur með svipuðum hætti í úrslitakeppninni árið 2005 og nú eru þeir búnir að gera það aftur," sagði Magnús. Þegar pressað var á Magnús fékkst hann til að viðurkenna að frammistaða ÍR í úrslitakeppninni hefði komið sér nokkuð á óvart. "Já, ég held að þeir hafi komið flestum nokkuð á óvart nema kannski sjálfum sér. Þeir spiluðu vel á móti KR og börðust vel. Þeir hafa tví sem þeir eru að gera. KR reyndar spilaði ekki vel á móti þeim í þriðja leiknum, rétt eins og við á móti þeim síðast, en á meðan voru þeir að hitta á góða leiki." Annar leikur ÍR og Keflavíkur fer fram í Seljaskóla í kvöld og hefst klukkan 19:15. Dominos-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Fleiri fréttir Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir hans menn óhressa með frammistöðu sína eftir fyrsta leikinn við ÍR og gaf í dag út aðvörun til andstæðinga liðsins í samtali við Vísi. ÍR hefur komið nokkuð á óvart í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar og fylgdi eftir sigrinum á Íslandsmeisturum KR með því að vinna Keflvíkinga í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu á dögunum. Magnús Þór var vitanlega ekki kátur með tapið og að vera búinn að missa heimavallarréttinn yfir til Breiðhyltinga. "Það voru bara lykilmenn í liðinu sem mættu ekki til leiks og þar er ég meðtalinn. Það auðvitað gengur ekki í svona leik. Þó við séum með gott lið, verðum við allir að spila vel til að vinna. Þetta gerðist sem betur fer í fyrsta leik og það er nóg eftir af þessu einvígi. Við þessir sem gátum ekki neitt í fyrsta leiknum verðum bara betri í kvöld - við verðum allir góðir í kvöld," sagði Magnús ákveðinn í samtali við Vísi. Við spurðum Magnús hvort lið ÍR hefði komið Keflvíkingum á óvart með leik sínum. "Ég get nú ekki sagt það, við þekkjum þessa stráka vel, en ég held að við höfum meira komið okkur sjálfum á óvart með það hvað við vorum lélegir. Það sannaðist að ef menn mæta ekki tilbúnir í þetta, þá bara tapa þeir. En við ætlum að leiðrétta það í kvöld," sagði Magnús. Hann vill meina að pressan sé enn á ÍR þó liðið hafi náð að landa sigri í fyrsta leiknum. "Þeir verða auðvitað að vinna í kvöld, því ef þeir gera það ekki erum við komnir aftur með heimavallarréttinn. Ég get líka lofað því að við töpum ekki öðrum leik í Keflavík í þessari úrslitakeppni. Það kemur ekkert lið til Keflavíkur og vinnur og heldur að það komist upp með það. Þeir vöktu okkur með svipuðum hætti í úrslitakeppninni árið 2005 og nú eru þeir búnir að gera það aftur," sagði Magnús. Þegar pressað var á Magnús fékkst hann til að viðurkenna að frammistaða ÍR í úrslitakeppninni hefði komið sér nokkuð á óvart. "Já, ég held að þeir hafi komið flestum nokkuð á óvart nema kannski sjálfum sér. Þeir spiluðu vel á móti KR og börðust vel. Þeir hafa tví sem þeir eru að gera. KR reyndar spilaði ekki vel á móti þeim í þriðja leiknum, rétt eins og við á móti þeim síðast, en á meðan voru þeir að hitta á góða leiki." Annar leikur ÍR og Keflavíkur fer fram í Seljaskóla í kvöld og hefst klukkan 19:15.
Dominos-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Fleiri fréttir Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn