McDowell kominn í forystu í Suður-Kóreu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2008 17:31 Þessi ótrúlega mynd var tekin þegar að Graeme McDowell var að slá upphafshöggið sitt á sautjándu holu. Hann kláraði og náði meira að segja fugli á átjándu. Nordic Photos / Getty Images Norður-Írinn Graeme McDowell er með forystu þegar tveimur fyrstu keppnisdögunum er svo gott sem lokið á Ballantine-meistaramótinu í Suður-Kóreu. Reyndar náðu ekki allir kylfingar að klára sína hringi þar sem tveggja og hálfs tíma seinkun var á því að keppni gæti hafist vegna mikilla vinda. Af þeim söku skall myrkrið á áður en allir voru búnir með hringinn sinn. Þeir kylfingar sem eru í níu efstu sætunum á mótinu náðu þó allir að klára sinn hring. Þar fer McDowell fremstur í flokki enda lék hann frábært golf í dag, á 64 höggum og er samtals á tólf höggum undir pari. Hann hefur tveggja högga forystu á Svíann Johan Edforws og Indverjann Jeev Milkha Singh, þrátt fyrir að hafa leikið síðustu tvær holurnar í miklu myrkri. Forystumennirnir eftir fyrsta hringinn náðu sér ekki á strik í dag. Mikko Ilonen frá Finnlandi var á einu höggi yfir pari þegar hann þurfti að hætta eftir ellefu holur en Ástralinn Tony Carolan náði að klára og lék á 75 höggum og er samtals á tveimur höggum undir pari. Af þekktari kylfingum mótsins má nefna að Thomas Björn frá Danmörku, Padraig Harrington frá Írlandi og Kim Anthony frá Bandaríkjunum eru í 6.-8. sæti á átta höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco er svo í 10.-15. sæti á sex höggum undir pari og heimamaðurinn KJ Choi er í 19.-29. sæti á fjórum höggum undir pari. Allir náðu þeir að klára sína hringi í dag. Golf Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell er með forystu þegar tveimur fyrstu keppnisdögunum er svo gott sem lokið á Ballantine-meistaramótinu í Suður-Kóreu. Reyndar náðu ekki allir kylfingar að klára sína hringi þar sem tveggja og hálfs tíma seinkun var á því að keppni gæti hafist vegna mikilla vinda. Af þeim söku skall myrkrið á áður en allir voru búnir með hringinn sinn. Þeir kylfingar sem eru í níu efstu sætunum á mótinu náðu þó allir að klára sinn hring. Þar fer McDowell fremstur í flokki enda lék hann frábært golf í dag, á 64 höggum og er samtals á tólf höggum undir pari. Hann hefur tveggja högga forystu á Svíann Johan Edforws og Indverjann Jeev Milkha Singh, þrátt fyrir að hafa leikið síðustu tvær holurnar í miklu myrkri. Forystumennirnir eftir fyrsta hringinn náðu sér ekki á strik í dag. Mikko Ilonen frá Finnlandi var á einu höggi yfir pari þegar hann þurfti að hætta eftir ellefu holur en Ástralinn Tony Carolan náði að klára og lék á 75 höggum og er samtals á tveimur höggum undir pari. Af þekktari kylfingum mótsins má nefna að Thomas Björn frá Danmörku, Padraig Harrington frá Írlandi og Kim Anthony frá Bandaríkjunum eru í 6.-8. sæti á átta höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco er svo í 10.-15. sæti á sex höggum undir pari og heimamaðurinn KJ Choi er í 19.-29. sæti á fjórum höggum undir pari. Allir náðu þeir að klára sína hringi í dag.
Golf Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira