Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast 13. mars 2008 18:45 Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast ef ríkið ætlar að styðja við fólk sem er að kaupa sér húsnæði á sama hátt og það gerði fyrir rúmum áratug, að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors. Fréttastofa Stöðvar tvö heldur áfram að skoða skattana í landinu. Í dag skyggnumst við á bak við tölur um aukna skattbyrði, hvað veldur og hversu langt þarf að ganga eigi að snúa þróuninni við.Nú hefur OECD staðfest að barnafjölskyldur á Íslandi greiddu árið 2006 stærri hluta af tekjum sínum í skatta en sex árum áður. Og að skattabreytingar á þessum tíma hafi aðallega bætt hag hátekjufólks - öfugt við það sem gerðist víðast hvar á Vesturlöndum. Mest hækkaði skattbyrðin á árunum 1996-2004 hjá einstæðu foreldri með tvö börn og lágar tekjur, minna hjá útivinnandi hjónum með meðal eða lágar tekjur en minnst hjá einhleypu og barnlausu hálaunafólki.Ástæðan er ekki sú að skattprósentan hafi hækkað - heldur hitt að persónuafslátturinn, barna- og vaxtabætur rýrnuðu í verðbólgu. Launin okkar hækkuðu, og flest sem við kaupum líka, en viðmiðin breyttust ekki í takt, þannig að síminnkandi hópur naut barna- og vaxtabóta og fólk borgaði sístækkandi hluta launanna í skatta. Tvennt bætti hag hinna ríkari - þegar hágtekjuskattinum var kastað fyrir róða og fjármagnstekjuskatturinn tekinn upp.Hins vegar var kúrsinum snúið við á árinu 2006 og tvisvar frá þeim tíma hafa stjórnvöld í tengslum við kjarasamninga tilkynnt hækkun bóta og persónuafsláttar, nú síðast í febrúar. En hversu langt hafa ráðherrar okkar gengið til að draga úr þessari auknu skattabyrði?Jú, á næstu tveimur árum munu skattleysismörk hækka í 125 þúsund krónur - á núvirði - en þyrftu að verða 145 þúsund krónur til að vinna upp það sem tapast hefur frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp á 9. áratugnum, segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.En ef vaxtabæturnar ættu að koma þjóðinni jafn vel og þær gerðu árið 1995 - þyrftu þær að tvöfaldast. Það ár greiddi ríkið þjóðinni 27,3 prósent af þeim vöxtum sem landsmenn voru að borga af íbúðalánum sínum. Árið 2006 hafði hlutfallið hrapað niður í 14,8%. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast ef ríkið ætlar að styðja við fólk sem er að kaupa sér húsnæði á sama hátt og það gerði fyrir rúmum áratug, að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors. Fréttastofa Stöðvar tvö heldur áfram að skoða skattana í landinu. Í dag skyggnumst við á bak við tölur um aukna skattbyrði, hvað veldur og hversu langt þarf að ganga eigi að snúa þróuninni við.Nú hefur OECD staðfest að barnafjölskyldur á Íslandi greiddu árið 2006 stærri hluta af tekjum sínum í skatta en sex árum áður. Og að skattabreytingar á þessum tíma hafi aðallega bætt hag hátekjufólks - öfugt við það sem gerðist víðast hvar á Vesturlöndum. Mest hækkaði skattbyrðin á árunum 1996-2004 hjá einstæðu foreldri með tvö börn og lágar tekjur, minna hjá útivinnandi hjónum með meðal eða lágar tekjur en minnst hjá einhleypu og barnlausu hálaunafólki.Ástæðan er ekki sú að skattprósentan hafi hækkað - heldur hitt að persónuafslátturinn, barna- og vaxtabætur rýrnuðu í verðbólgu. Launin okkar hækkuðu, og flest sem við kaupum líka, en viðmiðin breyttust ekki í takt, þannig að síminnkandi hópur naut barna- og vaxtabóta og fólk borgaði sístækkandi hluta launanna í skatta. Tvennt bætti hag hinna ríkari - þegar hágtekjuskattinum var kastað fyrir róða og fjármagnstekjuskatturinn tekinn upp.Hins vegar var kúrsinum snúið við á árinu 2006 og tvisvar frá þeim tíma hafa stjórnvöld í tengslum við kjarasamninga tilkynnt hækkun bóta og persónuafsláttar, nú síðast í febrúar. En hversu langt hafa ráðherrar okkar gengið til að draga úr þessari auknu skattabyrði?Jú, á næstu tveimur árum munu skattleysismörk hækka í 125 þúsund krónur - á núvirði - en þyrftu að verða 145 þúsund krónur til að vinna upp það sem tapast hefur frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp á 9. áratugnum, segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.En ef vaxtabæturnar ættu að koma þjóðinni jafn vel og þær gerðu árið 1995 - þyrftu þær að tvöfaldast. Það ár greiddi ríkið þjóðinni 27,3 prósent af þeim vöxtum sem landsmenn voru að borga af íbúðalánum sínum. Árið 2006 hafði hlutfallið hrapað niður í 14,8%.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira