Jón Arnar ánægður með sína menn 29. febrúar 2008 15:50 ÍR-ingar hafa heldur betur látið til sín taka í Iceland Express deildinni undanfarið og fylgdu eftir góðum sigri á Íslandsmeisturunum með því að leggja Grindvíkinga á útivelli í gærkvöldi. Liðið er nú búið að vinna þrjá leiki í röð í deildinni og situr í sjöunda sæti með 18 stig, tveimur meira en Þór sem er í áttunda sætinu og tveimur minna en Skallagrímur sem er í sjötta sætinu. Vísir hafði samband við Jón Arnar í dag og spurði hann hverju mætti þakka gott gengi ÍR upp á síðkastið. "Það er fyrst og fremst af því menn eru búnir að vinna vel og eru einbeittir. Menn eru ekkert að gefa upp vonina þó þeir hafi lent í aðeins meira mótlæti en maður hefði óskað," sagði Jón Arnar og vísaði til meiðsla í herbúðum liðsins og vandræða með útlendinga. "Framan af tímabili vorum við í tómu veseni með útlendinga og svo lentum við í meiðslum - en það að auki hafa flest lið verið að bæta við sig útlendingum. Núna erum við komnir með þann hóp sem við viljum vera með og nú þurfum við að einbeita okkur vel að þessu leikjum sem eftir eru svo við séum líklegir til að gera eitthvað í úrslitunum," sagði Jón Arnar. Hann segist ánægður með þá staðreynd að ÍR-liðið sé að finna taktinn á þessum tímapunkti og var ánægður með leik sinna manna í Grindavík í gærkvöld þar sem þeir höfðu sigur í framlengingu þrátt fyrir að vera án eins af sínum bestu mönnum. "Þessi sigur sýndi mikinn karakter og styrk og hjá okkur þar sem við vorum undir lengst af. Þetta liðsheildin sem er að skapa sigrana. Í gær átti til dæmis Sveinbjörn Claessen frábæran leik í restina. Hann er búinn að vera að spila gríðarlega vel seinni part mótsins," sagði Jón. "Þetta var svipað á móti KR þar sem okkur hefur tekist að halda dampi og einbeitingu allan tímann. Ég er ánægður með það þegar menn láta ekki deigann síga þegar blæs á móti heldur horfa fram á við. Þetta er að slípast saman hjá okkur á réttum tíma og gefur okkur meðbyr inn í lokakeppnina," sagði Jón. Dominos-deild karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
ÍR-ingar hafa heldur betur látið til sín taka í Iceland Express deildinni undanfarið og fylgdu eftir góðum sigri á Íslandsmeisturunum með því að leggja Grindvíkinga á útivelli í gærkvöldi. Liðið er nú búið að vinna þrjá leiki í röð í deildinni og situr í sjöunda sæti með 18 stig, tveimur meira en Þór sem er í áttunda sætinu og tveimur minna en Skallagrímur sem er í sjötta sætinu. Vísir hafði samband við Jón Arnar í dag og spurði hann hverju mætti þakka gott gengi ÍR upp á síðkastið. "Það er fyrst og fremst af því menn eru búnir að vinna vel og eru einbeittir. Menn eru ekkert að gefa upp vonina þó þeir hafi lent í aðeins meira mótlæti en maður hefði óskað," sagði Jón Arnar og vísaði til meiðsla í herbúðum liðsins og vandræða með útlendinga. "Framan af tímabili vorum við í tómu veseni með útlendinga og svo lentum við í meiðslum - en það að auki hafa flest lið verið að bæta við sig útlendingum. Núna erum við komnir með þann hóp sem við viljum vera með og nú þurfum við að einbeita okkur vel að þessu leikjum sem eftir eru svo við séum líklegir til að gera eitthvað í úrslitunum," sagði Jón Arnar. Hann segist ánægður með þá staðreynd að ÍR-liðið sé að finna taktinn á þessum tímapunkti og var ánægður með leik sinna manna í Grindavík í gærkvöld þar sem þeir höfðu sigur í framlengingu þrátt fyrir að vera án eins af sínum bestu mönnum. "Þessi sigur sýndi mikinn karakter og styrk og hjá okkur þar sem við vorum undir lengst af. Þetta liðsheildin sem er að skapa sigrana. Í gær átti til dæmis Sveinbjörn Claessen frábæran leik í restina. Hann er búinn að vera að spila gríðarlega vel seinni part mótsins," sagði Jón. "Þetta var svipað á móti KR þar sem okkur hefur tekist að halda dampi og einbeitingu allan tímann. Ég er ánægður með það þegar menn láta ekki deigann síga þegar blæs á móti heldur horfa fram á við. Þetta er að slípast saman hjá okkur á réttum tíma og gefur okkur meðbyr inn í lokakeppnina," sagði Jón.
Dominos-deild karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira