Enginn getur ógnað Tiger Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2008 17:50 Adam Scott. Adam Scott segir að það sé ómögulegt að ætla að jafna eða jafnvel bæta árangur Tiger Woods á golfvellinum. Johnnie Walker Classic-mótið hefst á Indlandi í nótt en Scott hefur áður fagnað sigri á mótinu. Tiger vann þetta mót tvívegis á sínum tíma en hann er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Fyrrum þjálfari Woods, Butch Harmon, segir að Scott sé fær um að geta veitt Woods verðuga samkeppni í framtíðinni. Scott er 27 ára gamall og fáeinum árum yngri en Woods. Harmon hefur líka þjálfað Scott. „Ég get ekki séð að einhver geti veitt honum stöðuga samkeppni, viku á eftir viku. Hann er hreinlega í öðrum gæðaflokki." Woods vann sigur í heimsmeistaramótinu í holukeppni í Arizona um síðustu helgi og ræddi eftir mótið þann möguleika að fara taplaus í gegnum tímabilið. Þetta var sjötti sigur hans í röð. Scott hefur unnið sex mót á Evrópumótaröðinni í golfi og verður besti kylfingur mótsins í Indlandi samkvæmt styrkleikalista Alþjóða golfsambandsins. Scott vann nú síðast mót í Doha í Katar þar sem hann lék á 61 höggi á lokadeginum. En aðeins Woods, Nick Faldo og Ernie Els hafa unnið mótið tvisvar á Johnnie Walker Classic-mótinu. Meðal keppenda á mótinu í Indlandi verða þeir Vijay Singh, Miguel Angel Jimenez, Colin Montgomerie og Anton Haig, sem á titil að verja. Af heimamönnum þykja þeir Jeev Mikha Singh og Shivshankar Chowrasia sigurstranglegastir. Sá síðarnefndi vann sigur á opna indverska meistaramótinu fyrr í mánuðinum. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal keppenda á mótinu. Golf Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Adam Scott segir að það sé ómögulegt að ætla að jafna eða jafnvel bæta árangur Tiger Woods á golfvellinum. Johnnie Walker Classic-mótið hefst á Indlandi í nótt en Scott hefur áður fagnað sigri á mótinu. Tiger vann þetta mót tvívegis á sínum tíma en hann er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Fyrrum þjálfari Woods, Butch Harmon, segir að Scott sé fær um að geta veitt Woods verðuga samkeppni í framtíðinni. Scott er 27 ára gamall og fáeinum árum yngri en Woods. Harmon hefur líka þjálfað Scott. „Ég get ekki séð að einhver geti veitt honum stöðuga samkeppni, viku á eftir viku. Hann er hreinlega í öðrum gæðaflokki." Woods vann sigur í heimsmeistaramótinu í holukeppni í Arizona um síðustu helgi og ræddi eftir mótið þann möguleika að fara taplaus í gegnum tímabilið. Þetta var sjötti sigur hans í röð. Scott hefur unnið sex mót á Evrópumótaröðinni í golfi og verður besti kylfingur mótsins í Indlandi samkvæmt styrkleikalista Alþjóða golfsambandsins. Scott vann nú síðast mót í Doha í Katar þar sem hann lék á 61 höggi á lokadeginum. En aðeins Woods, Nick Faldo og Ernie Els hafa unnið mótið tvisvar á Johnnie Walker Classic-mótinu. Meðal keppenda á mótinu í Indlandi verða þeir Vijay Singh, Miguel Angel Jimenez, Colin Montgomerie og Anton Haig, sem á titil að verja. Af heimamönnum þykja þeir Jeev Mikha Singh og Shivshankar Chowrasia sigurstranglegastir. Sá síðarnefndi vann sigur á opna indverska meistaramótinu fyrr í mánuðinum. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal keppenda á mótinu.
Golf Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira