Innlent

Dauðadópið

Frá því í nóvember 2005 hefur Kompás fjallað mikið um læknadóp. Kompás hefur tvisvar sýnt fram á auðvelt aðgengi að læknadópi með hjálp falinna myndavéla og annað skiptið keypti 16 ára tálbeita Kompáss stórhættulegt morfín á götunni. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að átján ára unglingur hefði látist eftir neyslu morfíns. Morfín er stórhættulegt efni sé það misnotað, en á hverju ári deyja um sex einstaklingar af völdum ofneyslu morfíns.

Fyrir þrettán mánuðum giftust morfínfíklarnir Jói og Gugga. Þau voru þá nýbyrjuð í neyslu eftir nokkurra mánaða hvíld. Þau hafa verið í stöðugri neyslu síðan. Jói og Gugga hafa leyft Kompási að fylgjast með lífi sínu til að veita almenningi innsýn í heim morfínfíknarinnar. En nú eru þau hrædd og segja að ef þau komi fram í Kompási, þá fái þau ekki morfín. Þau vilja komast í meðferð.

Morfínlyfið Contalgin er lyfseðilsskylt lyf og stórhættulegt sé það misnotað.Kompás
Fíklar sprauta sig með fíkniefnum á hinum ýmsu stöðum líkamans.Kompás
Þessi contalgin sali náðist á falda myndavél Kompás. Hann er góðkunningi lögreglunnar jafnt og fíkla.Kompás
Landlæknir fylgist náið með læknum sem gefa út lyfseðla á morfínlyf og dæmi eru um að læknar hafi misst leyfi til að skrifa út slík leyfi.Kompás
Fíklarnir Jói og Gugga hafa háð harða baráttu við fíkn sína og margsinnis reynt að fara í meðferð.Kompás
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á SÁÁ, segir að á milli 50 og 60 manns séu í viðhaldsmeðferð og þar af séu flestir morfínfíklar.Kompás
Contalgin er meðal annars notað af krabbameinssjúku fólki við verkjum.Kompás

Tengdar fréttir

Dauðadópið III

Fíkniefnaneytendur sprauta sig ekki aðeins með læknadópinu contalgíni - morfínplástur kemur að sömu notum. Morfínplásturinn hefur að geyma deyfiefni meðal annars til að lina kvalir krabbameinssjúkra, en fíkniefnaneytendur leysa plásturinn með sítrónusafa og sprauta efninu í æð. Það er lífshættulegt. Sex íslendingar deyja á hverju ári vegna ofneyslu morfínlyfja. Þrjátíu manns hafa látist á síðustu fimm árum.

Dauðadópið V

Fyrir rúmum tveimur vikum fóru Jói og Gugga í meðferð í Byrginu. Þau eru morfínfíklar sem sprauta sig í æð með lyfjum sem meðal annars íslenskir læknar skrifa út. Fyrstu dagarnir í meðferðinni gengu vel. Þau sváfu mestallan tímann og sögðust sátt við lífið og tilveruna. Sex vaktmenn fylgdust með þeim fyrstu sólarhringana og sáu um lyfjagjöf. Meðferð Jóa og Guggu í Byrginu fékk þó snöggan endi.

Kynlíf, dóp og vandamál

Framboðið af fíkniefnum er mikið á Litla Hrauni. Og eftirspurnin einnig. Það virðist vera auðvelt að smygla efnunum inn í fangelsið. Ofbeldi er fremur fátítt á Hrauninu, en einelti er vel þekkt, sérstaklega gegn barnaníðingum.

Dauðadópið II

Hún býr við algert svartnætti, segir að kerfið hafi brugðist sér og hugsar um það eitt að verða sér úti um lyf sem hún leysir upp og sprautar í æð, raunar í opið sár. Við vörum eindregið við myndunum sem fylgja með þessari umfjöllun, þær eru alls ekki við hæfi barna og viðkvæmra. Við höldum áfram umfjöllun um læknadópið sem flæðir yfir fíkniefnamarkaðinn. En hvaðan koma þessi efni? Konan kaupir þau dýrum dómum, bæði á götunni og fær þau ávísuð hjá lækni.

Dauðadópið - Contalgin

Dauðadópið flæðir yfir íslenskan fíkniefnamarkað. Contalgin er morfín, skylt heróíni. Það er ætlað krabbameinssjúkum en er orðin heitasta söluvaran á götunni. Sex manns deyja á hverju ári á Íslandi vegna ofneyslu morfínlyfja og alls hafa þrjátíu manns látist á síðustu fimm árum.

Díler á hverju horni

Eitt símtal og þú færð dópið eftir 20 mínútur. Þetta leiðir rannsókn Kompás s í ljós á aðgengi unglinga að fíkniefnum í Reykjavík. Unglingsstúlkur, allt niður í fjórtán ára selja líkama sinn eldri karlmönnum til að fá dóp. Yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík segist sjá aukningu í neyslu unglinga á fíkniefnum.

Brúðkaup aldarinnar

Jói og Gugga gengu í það heilaga rétt fyrir jól. Gunnar í Krossinum gaf þau saman, þrátt fyrir að þau væru fallin. Dagana fyrir brúðkaupið voru þau á götunni. Velgjörðarmenn þeirra, fólk sem sá algjörlega um veisluna og allt umstangið, leyfði þeim að gista hjá sér nóttina fyrir brúðkaupið.

Dauðadópið IV

Á Hverfisgötu 58 í Reykjavík er dópgreni. Sprautur, matarleifar og óhrein ílát um öll gólf. Þangað liggur stöðugur straumur fíkla, ógæfufólks sem óttast fátt meira en fráhvörf; umfjöllun Kompáss skapaði kreppuástand og Jói og Gugga fóru ekki varhluta af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×