Einar Jökull fékk níu og hálft ár í Fáskrúðsfjarðarmáli og felldi tár 15. febrúar 2008 09:23 Frá Seyðisfirði. Sex sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu voru í dag dæmdir í tæplega þrjátíu og tveggja ára fangelsi samtals fyrir að flytja inn nærri 40 kíló af fíkniefnum. Dómur í máli þeirra var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull Einarsson, sem játaði að hafa skipulagt innflutninginn, fékk þyngstan dóm, eða níu og hálft ár. Hann felldi tár þegar dómurinn var kveðinn upp í morgun. Guðbjarni Traustason, annar þeirra sem flutti efnin yfir hafið í skútu, hlaut sjö ára dóm og fimm mánuði til viðbótar og Alvar Óskarsson, sem var með honum í bátnum, hlaut sjö ára dóm. Marinó Einar Árnason, sem taka átti á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn, hlaut fimm og hálfs árs dóm og og Bjarni Hrafnkelsson, sem bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn, hlaut átján mánaða dóm. Arnar Gústafsson, sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu, hlaut eins árs skilorðsbundinn dóm en efnin komust aldrei í hendur hans. Sakborningar játuðu allir aðild að málinu en gerðu ýmsa fyrirvara, meðal annars um magn efnanna. Auk fangelsisrefsingarinnar voru efnin, 23,6 kíló af amfetamíni, 13,9 kíló af e-töfludufti og 1746 e-töflur auk gramms af kannabis, gerð upptæk með dómnum. Til frádráttar dómnum kemur gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá því að þeir voru handteknir. Auk þessa ber mönnunum sex að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir sakborningarnir sögðust myndu una dómi nema Guðbjarni Traustason og Marinó Einar Árnason sem kæra munu til Hæstaréttar. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari í málinu var stödd erlendis þegar Vísir náði á hana. Hún sagði að dómsniðurstaðan yrði skoðuð en vildi ekkert að öðru leyti tjá sig um dóminn, sem hún hafði ekki séð. Pólstjörnumálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Sex sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu voru í dag dæmdir í tæplega þrjátíu og tveggja ára fangelsi samtals fyrir að flytja inn nærri 40 kíló af fíkniefnum. Dómur í máli þeirra var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull Einarsson, sem játaði að hafa skipulagt innflutninginn, fékk þyngstan dóm, eða níu og hálft ár. Hann felldi tár þegar dómurinn var kveðinn upp í morgun. Guðbjarni Traustason, annar þeirra sem flutti efnin yfir hafið í skútu, hlaut sjö ára dóm og fimm mánuði til viðbótar og Alvar Óskarsson, sem var með honum í bátnum, hlaut sjö ára dóm. Marinó Einar Árnason, sem taka átti á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn, hlaut fimm og hálfs árs dóm og og Bjarni Hrafnkelsson, sem bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn, hlaut átján mánaða dóm. Arnar Gústafsson, sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu, hlaut eins árs skilorðsbundinn dóm en efnin komust aldrei í hendur hans. Sakborningar játuðu allir aðild að málinu en gerðu ýmsa fyrirvara, meðal annars um magn efnanna. Auk fangelsisrefsingarinnar voru efnin, 23,6 kíló af amfetamíni, 13,9 kíló af e-töfludufti og 1746 e-töflur auk gramms af kannabis, gerð upptæk með dómnum. Til frádráttar dómnum kemur gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá því að þeir voru handteknir. Auk þessa ber mönnunum sex að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir sakborningarnir sögðust myndu una dómi nema Guðbjarni Traustason og Marinó Einar Árnason sem kæra munu til Hæstaréttar. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari í málinu var stödd erlendis þegar Vísir náði á hana. Hún sagði að dómsniðurstaðan yrði skoðuð en vildi ekkert að öðru leyti tjá sig um dóminn, sem hún hafði ekki séð.
Pólstjörnumálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira