McGrane tók forystuna á Indlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2008 15:37 Damien McGrane horfir eftir höggi í dag. Nordic Photos / AFP Írski kylfingurinn Damien McGrane hefur forystu á indverska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. McGrane var í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag en lék á 69 höggum í dag og náði þar með tveggja högga forystu á þrjá aðra kylfinga. McGrane er samtals á átta höggum undir pari en þeir Hendrik Buhrmann frá Suður-Afríku, Raphael Jacquelin frá Frakklandi og Graeme McDowell frá Norður-Írlandi eru á sex höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els komst í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að hafa verið talsvert frá sínu besta á mótinu. Hann lék á 70 höggum í dag og bætti sig þar með um fimm högg frá því í gær. Hann er á samtals einu höggi yfir pari og er í 44.-54. sæti. Heimamaðurinn Jyoti Randhawa var með forystu eftir fyrsta keppnisdaginn en náði sér alls ekki á strik í dag og kláraði á 77 höggum. Hann hefur borið sigur úr býtum á þessum móti undanfarin tvö ár. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Írski kylfingurinn Damien McGrane hefur forystu á indverska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. McGrane var í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag en lék á 69 höggum í dag og náði þar með tveggja högga forystu á þrjá aðra kylfinga. McGrane er samtals á átta höggum undir pari en þeir Hendrik Buhrmann frá Suður-Afríku, Raphael Jacquelin frá Frakklandi og Graeme McDowell frá Norður-Írlandi eru á sex höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els komst í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að hafa verið talsvert frá sínu besta á mótinu. Hann lék á 70 höggum í dag og bætti sig þar með um fimm högg frá því í gær. Hann er á samtals einu höggi yfir pari og er í 44.-54. sæti. Heimamaðurinn Jyoti Randhawa var með forystu eftir fyrsta keppnisdaginn en náði sér alls ekki á strik í dag og kláraði á 77 höggum. Hann hefur borið sigur úr býtum á þessum móti undanfarin tvö ár.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira