Innlent

Forstöðumaður Alþjóðahúss fyrsti gestur borgarstjóra

Óli Tynes skrifar
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri.

Nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar að sinna Alþjóðahúsi af alúð og Einar Skúlason forstöðumaður á fund með borgarstjóra í dag, samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur fengið frá borginni.

Í dag er fyrsti dagurinn semborgarstjóri tekur formlega á móti þeim sem leita til hans með erindi. Til stóð að endurnýja þjónustusamning Alþjóðahússins við Reykjavíkurborg 1. febrúar síðastliðinn. Eins og menn muna urðu hinsvegar meirihlutaskipti 21. janúar. Þá breyttust ýmsar dagsetningar.

Samvkæmt heimildum Vísis mun að hafa verið ákveðið fyrir a.m.k. tveimur dögum að forstöðumaður Alþjóðahússins yrði fyrsti gestur Ólafs F. Magnússonar þegar hann hæfi formlega móttöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×