Sport

Ragna kjörin íþróttamaður Reykjavíkur 2007

Ragna Ingólfsdóttir
Ragna Ingólfsdóttir

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir úr TBR var í dag kjörin íþróttamaður Reykjavíkur árið 2007. Tíu írþóttamenn fengu líka viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu.

Ragna varð þrefaldur Íslandsmeistari á árinu og komst í úrslit á fjórum alþjóðlegum mótum. Hún náði hæst í 37. sæti á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

Ragna fékk til varðveislu farandbikar og eignarbikar og fékk auk þess 150,000 krónu styrk.

Tíu íþróttamenn fengu sérstakar viðurkenningar fyrir árangur sinn og 50,000 króna styrk. Þeir eru eftirtaldir:

Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur

Einar Sverrir Sigurðsson vélhjólamaður frá Vélhjólaíþróttaklúbbnum

Guðmundur Eggert Stephensen borðtennismaður úr Víkingi

Haraldur Heimisson kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur

Jakob Jóhann Sveinsson sundmaður úr Sundfélaginu Ægi

Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona úr Knattspyrnufélaginu Val

Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona úr TBR

Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona úr KR

Sveinn Elías Elíasson frjálsíþróttamaður úr Fjölni

Þormóður Jónsson júdómaður úr Júdófélagi Reykjavíkur



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×