Innlent

Sólin er komin til Bolungarvíkur

Bolungarvík í grámanum. En í dag kom sólin.
Bolungarvík í grámanum. En í dag kom sólin.

Dagurinn lengist nú hægt og örugglega, en það gerist misjafnlega snemma árs í hinum ýmsu byggðum landsins. Baldur Smári Egilsson á vikari.is segir frá sérstakri gleði bolvíkinga í dag:

Í dag heiðruðu geislar sólarinnar Bolvíkinga með nærveru sinni í fyrsta sinn á þessu ári. Það var rétt fyrir klukkan tvö í dag sem sólin teygði sig upp fyrir tinda fjallanna í Syðridal og lauk þar með langri vetrarsetu sinni handan fjallanna.

Samkvæmt gömlum og góðum hefðum voru ljúffengar sólarpönnukökur með kaffinu hjá Bolvíkingum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×