Roy Jones sýndi gamalkunna takta 20. janúar 2008 07:45 Roy Jones leit vel út í bardaganum og átti það til að sýna kunnuglega gamla hrokaleikþætti Nordic Photos / Getty Images Bandaríski hnefaleikarinn Roy Jones Jr sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í nótt þegar hann vann öruggan sigur á Felix Trinidad í bardaga tveggja af bestu hnefaleikamönnum heimsins á síðasta áratug. Portó Ríkó-maðurinn Trinidad var sprækari í byrjun og vann fyrstu tvær loturnar naumlega, en segja má að áhorfendur hafi ekki alveg vitað hverju þeir áttu að eiga von á í Madison Square Garden í nótt. Trinidad vann fyrstu 40 bardagana sína á ferlinum en hrundi niður í meðalmennsku eftir fyrsta tapið sitt fyrir nokkrum árum. Roy Jones, 39 ára, hafði tapað þremur af síðustu fimm bardögum sínum fyrir þennan og segja má að hann hafi aldrei náð sér á strik eftir að hafa skellt sér í þungaviktina og náð sér þar í einn af 9 heimsmeistaratitlum sínum. Það var hinsvegar ljóst eftir tvær fyrstu loturnar í nótt að Jones er kominn aftur í sinn rétta þyngdarflokk, léttþungavigtina, því hann minnti á tíðum á gamla góða Roy Jones Jr - mann sem var pund fyrir pund besti boxari heimsins á tíunda áratugnum. Trinidad sló Jones ítrekað fyrir neðan belti og beitti skrokkhöggum, en þau bitu illa á Jones sem fór varlega af stað í bardaganum en leitaði að þyngri höggum. Þau fóru brátt að skila sér og sló hann andstæðing sinn í gólfið bæði í sjöundu og tíundu lotu og eftir það var sigurinn öruggur. Ljóst er að dagar Trinidad eru að verða taldir í bransanum og ólíklegt verður að teljast að hann taki fleiri stóra bardaga. Hann var reyndar að fara upp um þyngdarflokk í þessum bardaga og hefði ekki barist í yfir 30 mánuði þegar hér var komið við sögu. Hvað hinn 39 ára gamla Jones varðar, er ekki ólíklegt að hann nýti sér hið nýja og góða form og skori á Walesverjann Joe Calzaghe næst. Box Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Bandaríski hnefaleikarinn Roy Jones Jr sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í nótt þegar hann vann öruggan sigur á Felix Trinidad í bardaga tveggja af bestu hnefaleikamönnum heimsins á síðasta áratug. Portó Ríkó-maðurinn Trinidad var sprækari í byrjun og vann fyrstu tvær loturnar naumlega, en segja má að áhorfendur hafi ekki alveg vitað hverju þeir áttu að eiga von á í Madison Square Garden í nótt. Trinidad vann fyrstu 40 bardagana sína á ferlinum en hrundi niður í meðalmennsku eftir fyrsta tapið sitt fyrir nokkrum árum. Roy Jones, 39 ára, hafði tapað þremur af síðustu fimm bardögum sínum fyrir þennan og segja má að hann hafi aldrei náð sér á strik eftir að hafa skellt sér í þungaviktina og náð sér þar í einn af 9 heimsmeistaratitlum sínum. Það var hinsvegar ljóst eftir tvær fyrstu loturnar í nótt að Jones er kominn aftur í sinn rétta þyngdarflokk, léttþungavigtina, því hann minnti á tíðum á gamla góða Roy Jones Jr - mann sem var pund fyrir pund besti boxari heimsins á tíunda áratugnum. Trinidad sló Jones ítrekað fyrir neðan belti og beitti skrokkhöggum, en þau bitu illa á Jones sem fór varlega af stað í bardaganum en leitaði að þyngri höggum. Þau fóru brátt að skila sér og sló hann andstæðing sinn í gólfið bæði í sjöundu og tíundu lotu og eftir það var sigurinn öruggur. Ljóst er að dagar Trinidad eru að verða taldir í bransanum og ólíklegt verður að teljast að hann taki fleiri stóra bardaga. Hann var reyndar að fara upp um þyngdarflokk í þessum bardaga og hefði ekki barist í yfir 30 mánuði þegar hér var komið við sögu. Hvað hinn 39 ára gamla Jones varðar, er ekki ólíklegt að hann nýti sér hið nýja og góða form og skori á Walesverjann Joe Calzaghe næst.
Box Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira