Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra segir íslensku þjóðina verða að fara gera upp við sig hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið.
Ráðherra hefur ákveðið að styrkja rannsóknir á upptöku evru hér á landi og ættu niðurstöðurnar að hjálpa stjórnvöldum við ákvörðunartökuna.
Það verða ýmsar rannsóknarstofnanir sem fá styrk til rannsókna á áhrifum aukinnar notkunar erlendra mynta á vörumarkað, fjármálamarkað og íslenskt samfélag almennt.
Ráðherra telur að niðurstöðurnar hjálpi stjórnvöldum við ákvörðunartökuna.