Hópur áhugafólks um ferðamennsku og útivist á vélhjólum (tví- og fjórhjólum) ætlar að stofna félag sem hefur það að markmiði að auka þekkingu á notkun vélhjóla til ferðalaga og útivistar.
Félagið mun miðla upplýsingum um akstursleiðir og standa fyrir ferðum og fræðslufundum.
Mikil aukning hefur orðið á notkun vélhjóla til ferðalaga og útivistar á landinu. Notkunin er bundin við akstursleiðir utan vega bæði á láglendi og hálendi. Mest á sumrin og haustin. Harðfennisakstur á vetrum hefur einnig aukist undanfarin ár.
Hið nýja félag ætlar að vera í góðri samvinnu við sveitarfélög og aðra viðkomandi aðila.
Stofnfundur félagsins verður 15. janúar næstkomandi kl. 20:00 í Bíósalnum á Hótel Loftleiðum.
Vefsíða nýja félagsins er www.slodavinir.org