Kotila: Verður vonandi lítið skorað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 14:07 Geof Kotila, þjálfari Snæfells. Mynd/Daníel Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell leiðir einvígið, 2-1, eftir að hafa unnið fyrstu tvær viðureignirnar. Grindavík svaraði með því að sigra í síðasta leik en liðin mætast í Stykkishólmi í kvöld. Kotila var í óða önn að undirbúa sig fyrir leikinn þegar Vísir heyrði í honum en hann var þó ekki að stressa sig um of fyrir kvöldið. „Þessir leikir eru með svo stuttu millibili að það gefst varla tækifæri til að verða of stressaður," sagði hann í léttum dúr. Ef Grindavík vinnur í kvöld verða þeir á heimavelli í oddaleiknum sem gæti reynst dýrmætt. Kotila lítur þó ekki á leikinn sem svo að það sé að duga eða drepast fyrir sína menn. „Við viljum auðvitað vinna en ef við töpum þá verður það ekkert létt fyrir þá að vinna fimmta leikinn. Við lentum í svipaðri aðstöðu gegn KR í undanúrslitum í fyrra. Þá komumst við 2-1 yfir, töpuðum fjórða leiknum heima og svo þeim fimmta afar naumlega á útivelli. Þar vorum við yfir allan leikinn þar til þrjár sekúndur voru til leiksloka." „Ef einhver hefði sagt mér fyrir þessa rimmu að við myndum komast í 2-1 forystu og fá tækifæri til að klára seríuna á heimavelli hefði ég tekið því fegins hendi. Ég er því ekkert of svekktur á tapinu í síðasta leik. Það verður bara að segjast að þeir spiluðu vel og við illa," sagði Kotila. „Mér fannst í raun ótrúlegt hversu jafn leikurinn var því við vorum að spila mjög illa. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur en það má ekki taka það af Grindvíkingum að þeir spiluðu með stolti. Frikki er líka mjög klókur þjálfari og breytti aðeins um taktík sem við verðum að takast betur á við í kvöld til að vinna." Hann vonast til að leikurinn í kvöld muni snúast um hvort liðið spili betri varnarleik heldur en í sókn. „Þeir eru með svo mörg vopn í sínu búri og svo marga leikmenn sem geta skorað. Ég tel að við búum ekki svo vel og verðum því að treysta á varnarleikinn. Ég vona því að það verði lítið skorað en það er mjög erfitt að ætla að halda þeim niðri." Fjárhúsið verður væntanlega troðfullt í kvöld en Kotila segir að það ríki afar góð stemning í bænum. „Þetta er frábær tími, bæði fyrir bæinn og körfuboltann." Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell leiðir einvígið, 2-1, eftir að hafa unnið fyrstu tvær viðureignirnar. Grindavík svaraði með því að sigra í síðasta leik en liðin mætast í Stykkishólmi í kvöld. Kotila var í óða önn að undirbúa sig fyrir leikinn þegar Vísir heyrði í honum en hann var þó ekki að stressa sig um of fyrir kvöldið. „Þessir leikir eru með svo stuttu millibili að það gefst varla tækifæri til að verða of stressaður," sagði hann í léttum dúr. Ef Grindavík vinnur í kvöld verða þeir á heimavelli í oddaleiknum sem gæti reynst dýrmætt. Kotila lítur þó ekki á leikinn sem svo að það sé að duga eða drepast fyrir sína menn. „Við viljum auðvitað vinna en ef við töpum þá verður það ekkert létt fyrir þá að vinna fimmta leikinn. Við lentum í svipaðri aðstöðu gegn KR í undanúrslitum í fyrra. Þá komumst við 2-1 yfir, töpuðum fjórða leiknum heima og svo þeim fimmta afar naumlega á útivelli. Þar vorum við yfir allan leikinn þar til þrjár sekúndur voru til leiksloka." „Ef einhver hefði sagt mér fyrir þessa rimmu að við myndum komast í 2-1 forystu og fá tækifæri til að klára seríuna á heimavelli hefði ég tekið því fegins hendi. Ég er því ekkert of svekktur á tapinu í síðasta leik. Það verður bara að segjast að þeir spiluðu vel og við illa," sagði Kotila. „Mér fannst í raun ótrúlegt hversu jafn leikurinn var því við vorum að spila mjög illa. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur en það má ekki taka það af Grindvíkingum að þeir spiluðu með stolti. Frikki er líka mjög klókur þjálfari og breytti aðeins um taktík sem við verðum að takast betur á við í kvöld til að vinna." Hann vonast til að leikurinn í kvöld muni snúast um hvort liðið spili betri varnarleik heldur en í sókn. „Þeir eru með svo mörg vopn í sínu búri og svo marga leikmenn sem geta skorað. Ég tel að við búum ekki svo vel og verðum því að treysta á varnarleikinn. Ég vona því að það verði lítið skorað en það er mjög erfitt að ætla að halda þeim niðri." Fjárhúsið verður væntanlega troðfullt í kvöld en Kotila segir að það ríki afar góð stemning í bænum. „Þetta er frábær tími, bæði fyrir bæinn og körfuboltann." Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn