Þjóðin þarf krútt og ljóð 3. nóvember 2008 02:00 Gerður Kristný gefur nú út fimmtándu bókina sína, barnasöguna Garðurinn.Fréttablaðið/anton „Ég hef þá kenningu að krúttin séu ekki dauð heldur eru þau bara farin að lúlla," segir Gerður Kristný rithöfundur, sem kom krútt-hugtakinu upphaflega á koppinn í Mannlífsgrein sem hún fékk Ragnar Pétursson til að skrifa. Nokkur umræða hefur farið fram um krúttkynslóðina að undanförnu, hvort hún sé lifandi eða dauð og hvort kreppan muni breyta henni. „Það hefur alltaf verið kreppa hjá krúttunum. Þau hafa verið í lopapeysu í um áratug," segir Gerður. „Þetta er áberandi hópur fólks, aðallega tónlistarmanna, með ákveðin lífsviðhorf, tala fyrir náttúruvernd og eru rólynd og fylgin sér. Krútt eiga að vera stolt af því að vera krútt því þau eru það sem þjóðin þarf á að halda núna." Gerður „krútt-mamma" segist ekki eiga von á að fútt færist í krúttin í kreppunni. „Nei, læti fara krúttunum ekki. Og ég sé ekki heldur að nýr hópur uppreisnargjarnari listafólks sé í deiglunni. Hvaða fólk ætti það að vera? FM Belfast?" Sjálf hefur Gerður gert ljóðadisk með einu krúttinu, tónlistarkonunni Kiru Kiru. „Ég les ljóð úr ljóðabókunum mínum þremur og hún býr til ákaflega falleg og um leið krúttleg stef þar sem þó er eitthvað hættulegt undirliggjandi. Ég býst við að diskurinn seljist í bílförmum, enda þarf þjóðin á ljóðum að halda þessi misserin." Aðkoma Gerðar í jólabókaflóðinu í ár er svo barnabókin Garðurinn. „Þetta er spennandi draugasaga fyrir 9-14 ára krakka sem gerist í nútímanum. Ógn steðjar að fjölskyldu í Vesturbænum og spíritismi og spænska veikin fléttast inn í söguna. Þetta er fimmtánda bókin mín. Maður verður að framfleyta sér og sínum. Það er ekki eins og maður fái frítt í strætó." Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Ég hef þá kenningu að krúttin séu ekki dauð heldur eru þau bara farin að lúlla," segir Gerður Kristný rithöfundur, sem kom krútt-hugtakinu upphaflega á koppinn í Mannlífsgrein sem hún fékk Ragnar Pétursson til að skrifa. Nokkur umræða hefur farið fram um krúttkynslóðina að undanförnu, hvort hún sé lifandi eða dauð og hvort kreppan muni breyta henni. „Það hefur alltaf verið kreppa hjá krúttunum. Þau hafa verið í lopapeysu í um áratug," segir Gerður. „Þetta er áberandi hópur fólks, aðallega tónlistarmanna, með ákveðin lífsviðhorf, tala fyrir náttúruvernd og eru rólynd og fylgin sér. Krútt eiga að vera stolt af því að vera krútt því þau eru það sem þjóðin þarf á að halda núna." Gerður „krútt-mamma" segist ekki eiga von á að fútt færist í krúttin í kreppunni. „Nei, læti fara krúttunum ekki. Og ég sé ekki heldur að nýr hópur uppreisnargjarnari listafólks sé í deiglunni. Hvaða fólk ætti það að vera? FM Belfast?" Sjálf hefur Gerður gert ljóðadisk með einu krúttinu, tónlistarkonunni Kiru Kiru. „Ég les ljóð úr ljóðabókunum mínum þremur og hún býr til ákaflega falleg og um leið krúttleg stef þar sem þó er eitthvað hættulegt undirliggjandi. Ég býst við að diskurinn seljist í bílförmum, enda þarf þjóðin á ljóðum að halda þessi misserin." Aðkoma Gerðar í jólabókaflóðinu í ár er svo barnabókin Garðurinn. „Þetta er spennandi draugasaga fyrir 9-14 ára krakka sem gerist í nútímanum. Ógn steðjar að fjölskyldu í Vesturbænum og spíritismi og spænska veikin fléttast inn í söguna. Þetta er fimmtánda bókin mín. Maður verður að framfleyta sér og sínum. Það er ekki eins og maður fái frítt í strætó."
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira