Með trukki en líka dýfu Gerður Kristný skrifar 12. apríl 2008 00:01 Þegar hátt bensínverð og ósanngjarnar vinnureglur tóku að renna flutningabílstjórum til rifja gerðu þeir sér lítið fyrir, lögðu stóru trukkunum sínum úti á mikilvægum umferðargötum á annatíma og tepptu þar með alla umferð. Bílarnir eru atvinnutæki þeirra og þar af leiðandi skiptir bensínverð þá miklu máli. Þeim finnst þeir líka eiga það skilið að stjórnvöld hlusti á kröfur þeirra því annars er þeim að mæta. Í krafti samstöðu sinnar og bílanna stóru geta þeir líka valdið talsverðum óskunda. Þegar bílstjórunum hugnaðist loksins að halda aftur af stað óku þeir beinustu leið niður í Kirkjustræti þar sem bílflautið drundi svo minnti á gömlu almannavarnarflauturnar. Vitaskuld hafa margir fundið til með konunni sem beið fyrir aftan þessa þrautgóðu flutningabílstjóra og hafði verið á leiðinni á slysavarðstofuna með handleggsbrotið barn en þegar bensínverð er orðið of hátt verða allir að leggjast á árar - hvort sem þeir eru handleggsbrotnir eða ekki. Hátt bensínverð nær náttúrlega ekki nokkurri átt! Þá fyrst fær maður nóg! Hinn 3. apríl birti Morgunblaðið eftirfarandi fyrirsögn: „Eitt hjól til taks ef illa skyldi fara" og mynd sýndi slökkvi- og sjúkraflutningamann á mótorhjóli. „Í löngum biðröðum getur ýmislegt komið upp á, hvort sem er fæðing eða hjartastopp og þá felst öryggi í að einhver komist til að veita fyrstu hjálp," fullyrðir maðurinn sem í fréttinni er sagður hafa „verið á sveimi á hjólinu í tengslum við mótmæli atvinnubílstjóra undanfarna daga". Kannski einhver hafi róast við að vita af þessum súpermanni á mótorhjóli en á aðra hafði fréttin þveröfug áhrif. Hún sýndi svart á hvítu hverjar afleiðingarnar geta orðið þegar mikilvægar umferðaræðar teppast. Hér á landi er til fullt af fólki sem finnst það órétti beitt. Það fær til dæmis lág laun og þarf að vinna langan vinnudag til að hafa í sig og á. Og börn þess líða fyrir. Samt sem áður hættir þetta fólk ekki lífi og limum annarra til að reyna að bæta kjör sín. Næst þegar ég á leið framhjá Alþingishúsinu ætla ég að hugsa til þessa fólks á meðan ég legg barnavagninum - ekki úti á götu auðvitað, heldur bara uppi á gangstétt. Síðan mynda ég stút á varirnar og flauta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Þegar hátt bensínverð og ósanngjarnar vinnureglur tóku að renna flutningabílstjórum til rifja gerðu þeir sér lítið fyrir, lögðu stóru trukkunum sínum úti á mikilvægum umferðargötum á annatíma og tepptu þar með alla umferð. Bílarnir eru atvinnutæki þeirra og þar af leiðandi skiptir bensínverð þá miklu máli. Þeim finnst þeir líka eiga það skilið að stjórnvöld hlusti á kröfur þeirra því annars er þeim að mæta. Í krafti samstöðu sinnar og bílanna stóru geta þeir líka valdið talsverðum óskunda. Þegar bílstjórunum hugnaðist loksins að halda aftur af stað óku þeir beinustu leið niður í Kirkjustræti þar sem bílflautið drundi svo minnti á gömlu almannavarnarflauturnar. Vitaskuld hafa margir fundið til með konunni sem beið fyrir aftan þessa þrautgóðu flutningabílstjóra og hafði verið á leiðinni á slysavarðstofuna með handleggsbrotið barn en þegar bensínverð er orðið of hátt verða allir að leggjast á árar - hvort sem þeir eru handleggsbrotnir eða ekki. Hátt bensínverð nær náttúrlega ekki nokkurri átt! Þá fyrst fær maður nóg! Hinn 3. apríl birti Morgunblaðið eftirfarandi fyrirsögn: „Eitt hjól til taks ef illa skyldi fara" og mynd sýndi slökkvi- og sjúkraflutningamann á mótorhjóli. „Í löngum biðröðum getur ýmislegt komið upp á, hvort sem er fæðing eða hjartastopp og þá felst öryggi í að einhver komist til að veita fyrstu hjálp," fullyrðir maðurinn sem í fréttinni er sagður hafa „verið á sveimi á hjólinu í tengslum við mótmæli atvinnubílstjóra undanfarna daga". Kannski einhver hafi róast við að vita af þessum súpermanni á mótorhjóli en á aðra hafði fréttin þveröfug áhrif. Hún sýndi svart á hvítu hverjar afleiðingarnar geta orðið þegar mikilvægar umferðaræðar teppast. Hér á landi er til fullt af fólki sem finnst það órétti beitt. Það fær til dæmis lág laun og þarf að vinna langan vinnudag til að hafa í sig og á. Og börn þess líða fyrir. Samt sem áður hættir þetta fólk ekki lífi og limum annarra til að reyna að bæta kjör sín. Næst þegar ég á leið framhjá Alþingishúsinu ætla ég að hugsa til þessa fólks á meðan ég legg barnavagninum - ekki úti á götu auðvitað, heldur bara uppi á gangstétt. Síðan mynda ég stút á varirnar og flauta.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun