Með trukki en líka dýfu Gerður Kristný skrifar 12. apríl 2008 00:01 Þegar hátt bensínverð og ósanngjarnar vinnureglur tóku að renna flutningabílstjórum til rifja gerðu þeir sér lítið fyrir, lögðu stóru trukkunum sínum úti á mikilvægum umferðargötum á annatíma og tepptu þar með alla umferð. Bílarnir eru atvinnutæki þeirra og þar af leiðandi skiptir bensínverð þá miklu máli. Þeim finnst þeir líka eiga það skilið að stjórnvöld hlusti á kröfur þeirra því annars er þeim að mæta. Í krafti samstöðu sinnar og bílanna stóru geta þeir líka valdið talsverðum óskunda. Þegar bílstjórunum hugnaðist loksins að halda aftur af stað óku þeir beinustu leið niður í Kirkjustræti þar sem bílflautið drundi svo minnti á gömlu almannavarnarflauturnar. Vitaskuld hafa margir fundið til með konunni sem beið fyrir aftan þessa þrautgóðu flutningabílstjóra og hafði verið á leiðinni á slysavarðstofuna með handleggsbrotið barn en þegar bensínverð er orðið of hátt verða allir að leggjast á árar - hvort sem þeir eru handleggsbrotnir eða ekki. Hátt bensínverð nær náttúrlega ekki nokkurri átt! Þá fyrst fær maður nóg! Hinn 3. apríl birti Morgunblaðið eftirfarandi fyrirsögn: „Eitt hjól til taks ef illa skyldi fara" og mynd sýndi slökkvi- og sjúkraflutningamann á mótorhjóli. „Í löngum biðröðum getur ýmislegt komið upp á, hvort sem er fæðing eða hjartastopp og þá felst öryggi í að einhver komist til að veita fyrstu hjálp," fullyrðir maðurinn sem í fréttinni er sagður hafa „verið á sveimi á hjólinu í tengslum við mótmæli atvinnubílstjóra undanfarna daga". Kannski einhver hafi róast við að vita af þessum súpermanni á mótorhjóli en á aðra hafði fréttin þveröfug áhrif. Hún sýndi svart á hvítu hverjar afleiðingarnar geta orðið þegar mikilvægar umferðaræðar teppast. Hér á landi er til fullt af fólki sem finnst það órétti beitt. Það fær til dæmis lág laun og þarf að vinna langan vinnudag til að hafa í sig og á. Og börn þess líða fyrir. Samt sem áður hættir þetta fólk ekki lífi og limum annarra til að reyna að bæta kjör sín. Næst þegar ég á leið framhjá Alþingishúsinu ætla ég að hugsa til þessa fólks á meðan ég legg barnavagninum - ekki úti á götu auðvitað, heldur bara uppi á gangstétt. Síðan mynda ég stút á varirnar og flauta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Þegar hátt bensínverð og ósanngjarnar vinnureglur tóku að renna flutningabílstjórum til rifja gerðu þeir sér lítið fyrir, lögðu stóru trukkunum sínum úti á mikilvægum umferðargötum á annatíma og tepptu þar með alla umferð. Bílarnir eru atvinnutæki þeirra og þar af leiðandi skiptir bensínverð þá miklu máli. Þeim finnst þeir líka eiga það skilið að stjórnvöld hlusti á kröfur þeirra því annars er þeim að mæta. Í krafti samstöðu sinnar og bílanna stóru geta þeir líka valdið talsverðum óskunda. Þegar bílstjórunum hugnaðist loksins að halda aftur af stað óku þeir beinustu leið niður í Kirkjustræti þar sem bílflautið drundi svo minnti á gömlu almannavarnarflauturnar. Vitaskuld hafa margir fundið til með konunni sem beið fyrir aftan þessa þrautgóðu flutningabílstjóra og hafði verið á leiðinni á slysavarðstofuna með handleggsbrotið barn en þegar bensínverð er orðið of hátt verða allir að leggjast á árar - hvort sem þeir eru handleggsbrotnir eða ekki. Hátt bensínverð nær náttúrlega ekki nokkurri átt! Þá fyrst fær maður nóg! Hinn 3. apríl birti Morgunblaðið eftirfarandi fyrirsögn: „Eitt hjól til taks ef illa skyldi fara" og mynd sýndi slökkvi- og sjúkraflutningamann á mótorhjóli. „Í löngum biðröðum getur ýmislegt komið upp á, hvort sem er fæðing eða hjartastopp og þá felst öryggi í að einhver komist til að veita fyrstu hjálp," fullyrðir maðurinn sem í fréttinni er sagður hafa „verið á sveimi á hjólinu í tengslum við mótmæli atvinnubílstjóra undanfarna daga". Kannski einhver hafi róast við að vita af þessum súpermanni á mótorhjóli en á aðra hafði fréttin þveröfug áhrif. Hún sýndi svart á hvítu hverjar afleiðingarnar geta orðið þegar mikilvægar umferðaræðar teppast. Hér á landi er til fullt af fólki sem finnst það órétti beitt. Það fær til dæmis lág laun og þarf að vinna langan vinnudag til að hafa í sig og á. Og börn þess líða fyrir. Samt sem áður hættir þetta fólk ekki lífi og limum annarra til að reyna að bæta kjör sín. Næst þegar ég á leið framhjá Alþingishúsinu ætla ég að hugsa til þessa fólks á meðan ég legg barnavagninum - ekki úti á götu auðvitað, heldur bara uppi á gangstétt. Síðan mynda ég stút á varirnar og flauta.