Tilraunir eða myndlist utandyra 14. júní 2008 06:00 Viðey Kyrrð og ró, rétt utan við skarkala borgarinnar. Listasafn Reykjavíkur stendur að vanda fyrir skemmtilegum uppákomum nú um helgina. Tilraunastofa fyrir börn og fullorðna verður starfrækt í Hafnarhúsinu á morgun á milli kl. 14 og 16, en boðið var upp á slíka tilraunastofu um síðustu helgi með fádæma góðri aðsókn þar sem um sextíu börn komu saman og fengu útrás fyrir vísindamanninn í sér. Tilraunastofan er unnin í samvinnu við Hugmyndasmiðjuna og Myndlistaskólann í Reykjavík og er sett upp í tengslum við sýninguna Tilraunamaraþon sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri á tilraunastofunni til að vinna saman í tilraunaumhverfi þar sem hugmyndafluginu er gefinn laus taumur innan um óvenjulega hluti sem hvetja til leiks og sköpunar. Fyrir þá sem heldur vilja eyða deginum utandyra mætti stinga upp á því að heimsækja Viðey og njóta þar náttúrufegurðarinnar, en auk þess er þar hægt að skoða listaverk eftir heimskunna listamenn eins og Áfanga eftir Richard Serra og Friðarsúlu Yoko Ono. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykajvíkur, mun á morgun segja gestum eyjarinnar frá hinu síðarnefnda; tilurð Friðarsúlunnar sem Yoko lét reisa í Viðey á síðasta ári og gildi hennar fyrir borgina í norðrinu. Leiðsögn Hafþórs hefst við Viðeyjarstofu kl. 14.30 og eru allir velkomnir.-vþ Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Listasafn Reykjavíkur stendur að vanda fyrir skemmtilegum uppákomum nú um helgina. Tilraunastofa fyrir börn og fullorðna verður starfrækt í Hafnarhúsinu á morgun á milli kl. 14 og 16, en boðið var upp á slíka tilraunastofu um síðustu helgi með fádæma góðri aðsókn þar sem um sextíu börn komu saman og fengu útrás fyrir vísindamanninn í sér. Tilraunastofan er unnin í samvinnu við Hugmyndasmiðjuna og Myndlistaskólann í Reykjavík og er sett upp í tengslum við sýninguna Tilraunamaraþon sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri á tilraunastofunni til að vinna saman í tilraunaumhverfi þar sem hugmyndafluginu er gefinn laus taumur innan um óvenjulega hluti sem hvetja til leiks og sköpunar. Fyrir þá sem heldur vilja eyða deginum utandyra mætti stinga upp á því að heimsækja Viðey og njóta þar náttúrufegurðarinnar, en auk þess er þar hægt að skoða listaverk eftir heimskunna listamenn eins og Áfanga eftir Richard Serra og Friðarsúlu Yoko Ono. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykajvíkur, mun á morgun segja gestum eyjarinnar frá hinu síðarnefnda; tilurð Friðarsúlunnar sem Yoko lét reisa í Viðey á síðasta ári og gildi hennar fyrir borgina í norðrinu. Leiðsögn Hafþórs hefst við Viðeyjarstofu kl. 14.30 og eru allir velkomnir.-vþ
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira