Flóuð meinsemd Bergsteinn Sigurðsson skrifar 27. júní 2008 06:00 Sem borinn og barnfæddur Vestfirðingur, sem nú býr í sollinum 101 Reykjavík, hef ég fengið að kynnast ófáum ranghugmyndum sem borgarbúar hafa alið með sér um okkur dreifarana. Ein er á þá leið að við hljótum að þekkja svo gott sem alla sem búa í sama fjórðungi. Þegar ég segist til dæmis vera frá Patreksfirði er gengið að því sem vísu að ég þekki þennan eða hinn í Bolungarvík. Þótt þetta sé álíka rökrétt og að Kjalnesingar hljóti að þekkja alla í Stykkishólmi hefur þessi bábilja reynst merkilega lífseig. Svo allrar sanngirni sé gætt má ekki gleyma að úti á landi er fólk ekki síður lúsiðið við að sjóða saman skrýtnar hugmyndir um borgarbúa, sérstaklega miðbæjarrotturnar. Algengasta staðalímyndin er á þá leið að í 101 búi bara kjaftastéttir og listaspírur, fólk sem hefur aldrei dýft hönd í kalt vatn og tapað tengslum við gömul og rótgróin gildi sem færðu okkur hagsæld. Hugmyndin um hinn velmeinandi borgarbúa, en barnslegan og fáfróðan í firringu sinni, á sér margar táknmyndir, enga þó skýrari en kaffi latté. Núorðið getur Reykvíkingur ekki viðrað minnstu efasemdir um álitamál sem snerta landsbyggðina án þess að vera afskrifaður sem „lattéþambandi miðbæjarrotta". Meðan fólkið handan Vatnsmýrarinnar stendur í hinni sönnu lífsbaráttu hefur kaffifroðan stigið íbúum í 101 Reykjavík til höfuðs og lamað þær heilastöðvar sem stjórna skynbragði fyrir ábyrgri nýtingu náttúruauðlinda. Sá sem eitrar líkama sinn með mjólkurkaffi frá Ítalíu getur ekki tjáð sig skynsamlega um kvótakerfið, landbúnaðartolla eða stóriðju. Íslendingar til sjávar og sveita eru hvorki ókunnugir kaffi né mjólk; á hverjum sveitabæ er gestum boðinn molasopi og mjólk með. Meinsemd ítalska mjólkurkaffisins hlýtur þess vegna að felast í því að mjólkin er hituð áður en henni er hellt út í. Svona á kaffi ekki að vera, mjólkin er til þess að kæla - ekki bragðbæta. Einhvers konar stökkbreyting hefur átt sér stað, úrkynjun. Kaffi með flóaðri mjólk virðist með öðrum orðum vera fleinninn sem skilur að sveit og borg - miðborg að minnsta kosti. Fræðimanna framtíðarinnar bíður það verðuga verkefni að rannsaka hvernig það atvikaðist. Hvenær byrjuðu þessi rof? Þegar Mokka var opnað? Þetta verður líklega ein af ráðgátum 21. aldar. Kaffimóðuharðindin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Sem borinn og barnfæddur Vestfirðingur, sem nú býr í sollinum 101 Reykjavík, hef ég fengið að kynnast ófáum ranghugmyndum sem borgarbúar hafa alið með sér um okkur dreifarana. Ein er á þá leið að við hljótum að þekkja svo gott sem alla sem búa í sama fjórðungi. Þegar ég segist til dæmis vera frá Patreksfirði er gengið að því sem vísu að ég þekki þennan eða hinn í Bolungarvík. Þótt þetta sé álíka rökrétt og að Kjalnesingar hljóti að þekkja alla í Stykkishólmi hefur þessi bábilja reynst merkilega lífseig. Svo allrar sanngirni sé gætt má ekki gleyma að úti á landi er fólk ekki síður lúsiðið við að sjóða saman skrýtnar hugmyndir um borgarbúa, sérstaklega miðbæjarrotturnar. Algengasta staðalímyndin er á þá leið að í 101 búi bara kjaftastéttir og listaspírur, fólk sem hefur aldrei dýft hönd í kalt vatn og tapað tengslum við gömul og rótgróin gildi sem færðu okkur hagsæld. Hugmyndin um hinn velmeinandi borgarbúa, en barnslegan og fáfróðan í firringu sinni, á sér margar táknmyndir, enga þó skýrari en kaffi latté. Núorðið getur Reykvíkingur ekki viðrað minnstu efasemdir um álitamál sem snerta landsbyggðina án þess að vera afskrifaður sem „lattéþambandi miðbæjarrotta". Meðan fólkið handan Vatnsmýrarinnar stendur í hinni sönnu lífsbaráttu hefur kaffifroðan stigið íbúum í 101 Reykjavík til höfuðs og lamað þær heilastöðvar sem stjórna skynbragði fyrir ábyrgri nýtingu náttúruauðlinda. Sá sem eitrar líkama sinn með mjólkurkaffi frá Ítalíu getur ekki tjáð sig skynsamlega um kvótakerfið, landbúnaðartolla eða stóriðju. Íslendingar til sjávar og sveita eru hvorki ókunnugir kaffi né mjólk; á hverjum sveitabæ er gestum boðinn molasopi og mjólk með. Meinsemd ítalska mjólkurkaffisins hlýtur þess vegna að felast í því að mjólkin er hituð áður en henni er hellt út í. Svona á kaffi ekki að vera, mjólkin er til þess að kæla - ekki bragðbæta. Einhvers konar stökkbreyting hefur átt sér stað, úrkynjun. Kaffi með flóaðri mjólk virðist með öðrum orðum vera fleinninn sem skilur að sveit og borg - miðborg að minnsta kosti. Fræðimanna framtíðarinnar bíður það verðuga verkefni að rannsaka hvernig það atvikaðist. Hvenær byrjuðu þessi rof? Þegar Mokka var opnað? Þetta verður líklega ein af ráðgátum 21. aldar. Kaffimóðuharðindin.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun