Vel heppnað hliðarspor 31. júlí 2008 05:15 Á morgun hefur að geyma nýjar útgáfur Megasar og hljómsveitarinnar Senuþjófanna á sextán gömlum lögum, tólf þeirra eru íslensk, en fjögur erlend við íslenska texta. Lagavalið er fjölbreytt, en lögin eiga það sameiginlegt að Megas ólst upp með þeim og hefur á þeim dálæti. Þarna eru m.a. lög við texta eftir Hannes Hafstein og Halldór Laxness og sígild dægurlög, flest frá sjötta áratugnum. Eins og við er að búast eiga þessi lög það líka flest sameiginlegt að textarnir eru góðir. Flest lögin hljóma kunnuglega. Þarna eru m.a. Hagavagninn, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu, Á morgun, Játning, Æskuminning, Manstu gamla daga, Selja litla og Stína, ó Stína og svo kvöldvökuslagarar eins og Þórsmerkurljóð og Þórður kakali. Senuþjófarnir er mjög öflug hljómsveit og meðlimir hennar fara létt með að flytja þessi gömlu lög og ljá þeim karakter með mismunandi hljóðfærasamsetningu og útsetningum. Megas fer mislangt frá upprunalegu útgáfum laganna. Sumum þeirra breytir hann talsvert, en önnur eru mjög lík frumgerðunum. Hljómurinn er samt að sjálfsögðu annar og svo er sérstaklega gaman að hlusta eftir því hvernig Megas syngur lögin. Í sumum þeirra skælir hann röddina eins og honum einum er lagið, t.d. í Þórsmerkurljóði, Þórði kakala og Þegar hnígur húm að þorra sem öll eru á meðal minna uppáhaldslaga á plötunni. Önnur umgengst hann af meiri nærgætni, t.d. Játningu og Hvert örstutt spor. Platan staðfestir það sem lengi hefur verið vitað: Megas er frábær söngvari. Á morgun verður að teljast vel heppnuð. Hún er full af flottum lögum og textum, vel fluttum og útsetningar eru nógu fjölbreyttar til að platan renni vel í gegn. Þetta er allt mjög smekklega gert, næstum því of smekklega á köflum og persónulega hefði ég alveg verið til í aðeins meiri stæla og vesen, en ég virði samt þann ásetning Megasar að vera lögunum trúr. Á morgun er önnur plata Megasar með tökulögum. Sú fyrri var barnaplatan Nú er ég klæddur og kominn á ról sem kom út fyrir þrjátíu árum. Sú plata var stórmerkileg fyrir flott konsept og nýstárlegar og djarfar útsetningar. Við hlið hennar virkar Á morgun léttvæg. Hún er samt skemmtileg og góð viðbót við glæsilegan katalóg Megasar. Fínt hliðarspor sem á víst sæti í spilaranum á meðan maður bíður eftir næstu alvöru Megasarplötu. -Trausti Júlíusson Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Á morgun hefur að geyma nýjar útgáfur Megasar og hljómsveitarinnar Senuþjófanna á sextán gömlum lögum, tólf þeirra eru íslensk, en fjögur erlend við íslenska texta. Lagavalið er fjölbreytt, en lögin eiga það sameiginlegt að Megas ólst upp með þeim og hefur á þeim dálæti. Þarna eru m.a. lög við texta eftir Hannes Hafstein og Halldór Laxness og sígild dægurlög, flest frá sjötta áratugnum. Eins og við er að búast eiga þessi lög það líka flest sameiginlegt að textarnir eru góðir. Flest lögin hljóma kunnuglega. Þarna eru m.a. Hagavagninn, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu, Á morgun, Játning, Æskuminning, Manstu gamla daga, Selja litla og Stína, ó Stína og svo kvöldvökuslagarar eins og Þórsmerkurljóð og Þórður kakali. Senuþjófarnir er mjög öflug hljómsveit og meðlimir hennar fara létt með að flytja þessi gömlu lög og ljá þeim karakter með mismunandi hljóðfærasamsetningu og útsetningum. Megas fer mislangt frá upprunalegu útgáfum laganna. Sumum þeirra breytir hann talsvert, en önnur eru mjög lík frumgerðunum. Hljómurinn er samt að sjálfsögðu annar og svo er sérstaklega gaman að hlusta eftir því hvernig Megas syngur lögin. Í sumum þeirra skælir hann röddina eins og honum einum er lagið, t.d. í Þórsmerkurljóði, Þórði kakala og Þegar hnígur húm að þorra sem öll eru á meðal minna uppáhaldslaga á plötunni. Önnur umgengst hann af meiri nærgætni, t.d. Játningu og Hvert örstutt spor. Platan staðfestir það sem lengi hefur verið vitað: Megas er frábær söngvari. Á morgun verður að teljast vel heppnuð. Hún er full af flottum lögum og textum, vel fluttum og útsetningar eru nógu fjölbreyttar til að platan renni vel í gegn. Þetta er allt mjög smekklega gert, næstum því of smekklega á köflum og persónulega hefði ég alveg verið til í aðeins meiri stæla og vesen, en ég virði samt þann ásetning Megasar að vera lögunum trúr. Á morgun er önnur plata Megasar með tökulögum. Sú fyrri var barnaplatan Nú er ég klæddur og kominn á ról sem kom út fyrir þrjátíu árum. Sú plata var stórmerkileg fyrir flott konsept og nýstárlegar og djarfar útsetningar. Við hlið hennar virkar Á morgun léttvæg. Hún er samt skemmtileg og góð viðbót við glæsilegan katalóg Megasar. Fínt hliðarspor sem á víst sæti í spilaranum á meðan maður bíður eftir næstu alvöru Megasarplötu. -Trausti Júlíusson
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira