Viðskipti erlent

Vangaveltur um að Magasin komist í eigu íslenska ríkisins

Viðskiptablaðið Börsen skrifar í dag frétt þar sem því er velt upp hvort að flaggskskip danska verslunargeirans, Magasin du Nord og Illum, komist bráðlega í eigu íslenska ríkisins.

Frétt Börsen byggir á umfjöllun Financial Times í gær þar sem sagt var að hugsanlega myndi skuldum Baugs við íslensku bankana verða breytt í hlutfé í félögum sem Baugur á í Bretlandi. Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs í Bretlandi sagði í samtali við Vísi að þetta væru rangt og ekki stæði til að breyta skuldunum í hlutafé.

Hinsvegar segir Jesper Rangvid prófessor við Copenhagen Business School í samtali við Börsen að þegar litið sé á stærðargráðu skulda Baugs sé ekki mikið sem félagið geti gert ef íslensk stjórnvöld vilja fara þá leið að breyta skuldunum í hlutafé.

Jesper segir að Magasin du Nord sé ein af mikilvægustu eignum Baugs þar sem verslunin skili hagnaði. Jón Ásgeir Jóhannesson geti því notað verslunina sem ás upp í erminni ef á annað borð verður farið í samninga við íslensk stjórnvöld um að breyta skuldum Baugs í hlutafé í eigu íslenska ríkisins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×