Íslenski boltinn

Valur vann Breiðablik í tólf marka leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dóra María átti góðan leik í kvöld.
Dóra María átti góðan leik í kvöld.

Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að Valur verji Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki. Liðið vann 9-3 sigur á Breiðabliki í kvöld en þá fór heil umferð fram.

Sophia Mundy og Hallbera Guðný Gísladóttir komu Val tveimur mörkum yfir snemma leiks en Sara Björk Gunnarsdóttir jafnaði fyrir Breiðablik með tveimur mörkum.

Valsliðið skoraði þá þrjú mörk í röð en þar voru á ferðinni Dóra María, Katrín Jónsdóttir og Vanja Stefanovic. Hlín Gunnlaugsdóttir minnkaði muninn í 5-3 og þannig var staðan í hálfleik.

Valsstúlkur réðu ferðinni í seinni hálfleik og bættu fjórum mörkum við. Mundy skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og innsiglaði þrennu sína og þá skoruðu Margrét Lára Viðarsdóttir og Stefanovic. 9-3 sigur Vals staðreynd.

Lokatölur úr öðrum leikjum eru þau að Þór/KA vann Aftureldingu 6-1 fyrir norðan, KR vann útisigur á HK/Víkingi 8-2, Keflavík vann Fjölni 6-0 í Grafarvogi og þá vann Fylkir 3-0 útisigur gegn Stjörnunni.

Valur-Breiðablik 9-3

1-0 Dóra María Lárusdóttir (3.), 2-0 Hallbera Gísladóttir (17.), 2-1 Sara Björk Gunnarsdóttir (20.), 2-2 Sara Björk Gunnarsdóttir (33.), 3-2 Dóra María Lárusdóttir (33.), 4-2 Katrín Jónsdóttir (35.), 5-2 Vanja Stefanovic (40.), 5-3 Hlín Gunnlaugsdóttir (42.), 6-3 Sophia Mundy (55.), 7-3 Margrét Lára Viðarsdóttir (56.), 8-3 Margrét Lára Viðarsdóttir (76.), 9-3 Vanja Stefanovic (77.).

Stjarnan-Fylkir 0-3

0-1 Sara Sigurlásdóttir (11.), 0-2 Laufey Björnsdóttir (26.), 0-3 Rut Kristjánsdóttir (76.)

Þór/KA-Afturelding 6-1

1-0 Mateja Zver (12.), 2-0 Karen Nóadóttir (17.), 3-0 Rakel Hönnudóttir (22.), 3-1 Anna Lovísa Þórsdóttir (54.), 4-1 Mateja Zver (67.), 5-1 Rakel Hönnudóttir (76.), 6-1 Rakel Hönnudóttir (90.).

Fjölnir-Keflavík 0-6

0-1 Vesna Smiljkovic (13.), 0-2 Danka Podovac (38.), 0-3 sjálfsmark (41.), 0-4 Danka Podovac (43.), 0-5 Guðný Petrína Þórðardóttir (49.), 0-6 Inga Lára Jónsdóttir (73.)

HK/Víkingur-KR 2-8

0-1   Olga Færseth, víti (6.), 0-2 Hrefna Huld Jóhannesdóttir (31.), 0-3 Hólmfríður Magnúsdóttir (38.), 0-4 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (43.), 0-5 Hrefna Huld (46.), 0-6 Hólmfríður, víti (48.), 0-7 Hólmfríður (58.), 0-8 Hrefna Huld (71.), 1-8 Karen Sturludóttir (80.), 2-8 Þórhildur Vala Þorgilsdóttir (89.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×