Lífið

Skráningum í Idolið rignir inn

Þeir Simmi og Jói verða sem fyrr kynnar í Idolinu.
Þeir Simmi og Jói verða sem fyrr kynnar í Idolinu.

Fleiri en þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í áheyrnarprufum fyrir í Idol stjörnuleit á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá því skráningar hófust á Vísi. Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir skráninguna aldrei hafa farið svona hratt af stað. „Fyrri Idol hafa farið í rúmar þúsund skráningar, en á margra vikna tímabili," segir Pálmi. „Það er útlit fyrir að þetta verði stærstu áheyrnarprufur til þessa."

Það er eftir miklu að slægjast, en tvær milljónir króna eru í sigurlaun. Þá hafa sigurvegarar og aðrir þáttakendur í Idolinu margir hverjir náð frægð og frama.

Áheyrnaprufur fara fram á Hótel Hilton Reykjavík Nordica þann 10. Janúar 2009. Sú nýbreytni er í ár að prufurnar verða einungis þennan eina dag. Þáttakendur þurfa að vera orðnir sextán ára, en mega ekki vera eldri en 28 ára. Þátturinn hefst svo á Stöð 2 þann 13. febrúar.

Hægt er að skrá sig í áheyrnarprufurnar með því að smella hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×