Rekur gallerí fyrir 220 íbúa 24. ágúst 2008 04:00 Hanna Woll, frá Þýskalandi, sýnir verk sín í Dynjanda fram í september. MYND/Jón Þórðarson Gallerí Dynjandi á Bíldudal opnaði aftur í vor eftir að hafa legið niðri um skeið. Galleríið er rekið af Jóni Þórðarsyni, fyrrverandi kaupmanni, en hann rekur einnig ferðaþjónustu í bænum og stundar útgerð. Á Bíldudal búa um 220 manns og þykir mörgum eflaust skrítið að í bænum sé rekið gallerí en engin matvöruverslun. „Ég lagði niður matvöruverslunina árið 2002, þegar fólki fækkar svona mikið þá er erfitt að reka verslanir. Heimamenn komast þó í nauðsynjavörur á veitingahúsinu Vegamótum," segir Jón. Hann kveðst sjálfur ekki vera listamaður, en er mikill áhugamaður um list. „Gallerí Dynjandi nýtist ekki bara sem sýningarrými heldur eru hér einnig haldnir tónleikar og leiksýningar," útskýrir Jón, en að auki býðst listamönnum vinnuaðstaða í galleríinu. Sex sýningar hafa verið haldnar í galleríinu síðan í vor og nú stendur yfir sýning þýsku listakonunnar Hönnu Woll. „Hún vinnur verk sín í stein og gaf einmitt bænum eitt verk sem sýnir þrjú tröll á siglingu og táknar það höfuðvindáttirnar á Bíldudal," segir Jón, sem mun starfrækja galleríið áfram í vetur. „Það er ekki komin föst dagskrá, en það verða nokkrar sýningar í gangi," segir Jón. - sm Tengdar fréttir Múm notar hljóðnema úr skriðdrekahlutum Tónlistarmaðurinn Gunnar Örn Tynes dvaldist í sumar í hinum afskekkta Galtarvita á Vestfjörðum, en vinnur nú að upptöku nýjustu plötu hljómsveitarinnar Múm - þar sem meðal annars er notast við hljóðnema úr skriðdrekahlutum. 25. ágúst 2008 06:00 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Gallerí Dynjandi á Bíldudal opnaði aftur í vor eftir að hafa legið niðri um skeið. Galleríið er rekið af Jóni Þórðarsyni, fyrrverandi kaupmanni, en hann rekur einnig ferðaþjónustu í bænum og stundar útgerð. Á Bíldudal búa um 220 manns og þykir mörgum eflaust skrítið að í bænum sé rekið gallerí en engin matvöruverslun. „Ég lagði niður matvöruverslunina árið 2002, þegar fólki fækkar svona mikið þá er erfitt að reka verslanir. Heimamenn komast þó í nauðsynjavörur á veitingahúsinu Vegamótum," segir Jón. Hann kveðst sjálfur ekki vera listamaður, en er mikill áhugamaður um list. „Gallerí Dynjandi nýtist ekki bara sem sýningarrými heldur eru hér einnig haldnir tónleikar og leiksýningar," útskýrir Jón, en að auki býðst listamönnum vinnuaðstaða í galleríinu. Sex sýningar hafa verið haldnar í galleríinu síðan í vor og nú stendur yfir sýning þýsku listakonunnar Hönnu Woll. „Hún vinnur verk sín í stein og gaf einmitt bænum eitt verk sem sýnir þrjú tröll á siglingu og táknar það höfuðvindáttirnar á Bíldudal," segir Jón, sem mun starfrækja galleríið áfram í vetur. „Það er ekki komin föst dagskrá, en það verða nokkrar sýningar í gangi," segir Jón. - sm
Tengdar fréttir Múm notar hljóðnema úr skriðdrekahlutum Tónlistarmaðurinn Gunnar Örn Tynes dvaldist í sumar í hinum afskekkta Galtarvita á Vestfjörðum, en vinnur nú að upptöku nýjustu plötu hljómsveitarinnar Múm - þar sem meðal annars er notast við hljóðnema úr skriðdrekahlutum. 25. ágúst 2008 06:00 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Múm notar hljóðnema úr skriðdrekahlutum Tónlistarmaðurinn Gunnar Örn Tynes dvaldist í sumar í hinum afskekkta Galtarvita á Vestfjörðum, en vinnur nú að upptöku nýjustu plötu hljómsveitarinnar Múm - þar sem meðal annars er notast við hljóðnema úr skriðdrekahlutum. 25. ágúst 2008 06:00