Hljómsveitin GusGus er nýkomin heim úr stuttri tónleikaferð um Japan og var sveitinni gríðarlega vel tekið. Þetta var í fyrsta sinn sem sveitin spilaði þar í landi og flutti hún að mestu nýtt efni á aðaltónleikunum sem haldnir voru í risastórri tónleikahöll, Makuhari Messe. Tilefni tónleikanna var þrjátíu ára afmæli tískusamsteypunnar Diesel.
GusGus spilar næst í Tunglinu á kvöld á Iceland Airwaves-hátíðinni.
Í nóvember ætlar sveitin síðan að ljúka upptökum á sinni sjöttu hljóðversplötu í Tankinum á Flateyri við Önundarfjörð. Platan er síðan væntanleg snemma á næsta ári. - fb

