Fótbolti

Mourinho óhress með stuðningsmenn Milan

Mourinho hafði allt á hornum sér eftir tapið gegn Milan í gær
Mourinho hafði allt á hornum sér eftir tapið gegn Milan í gær AFP

Jose Mourinho þjálfari Inter segir að stuðningsmenn AC Milan séu litlu skárri en kynþáttahatarar eftir framgöngu þeirra í grannaslagnum í gær.

Milan vann leikinn 1-0 og fengu tveir leikmenn Inter að líta rauða spjaldið í leiknum. Varnarmaðurinn umdeildi Marco Materazzi fékk síðara rauða spjaldið, reyndar eftir að leikurinn var flautaður af.

Mourinho segir að Materazzi hafi fengið spjaldið eftir ósvífna framkomu áhorfenda og segir þá engu skárri en kynþáttahatara sem setji dökkan blett á leikinn.

"Ef það er einhver sem er á móti kynþáttaníð, þá er það ég. Ég skil ekki hvað gerðist með Materazzi en áhorfendurnir sungu lög um móður hans og barnmissi hennar. Ég skil ekki af hverju fólki er refsað fyrir að kalla kynþáttaníð að leikmönnum, en ekki fyrir eitthvað svona," sagði Mourinho.

Hann var mjög ósáttur við dómgæsluna í leiknum og sagði Nicolas Burdisso hefði ekki átt skilið að vera rekinn af velli. Þá sagði hann að það væri erfitt að spila gegn AC Milan, því það væri lið fullt af miðjumönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×