Fótbolti

Vona að Rooney fái ekki bann

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Kasper Risgard hjá Álaborg í Danmörku segist vonast til þess að Wayne Rooney fái ekki leikbann fyrir að traðka á sér í viðureign Manchester United og danska liðsins í vikunni.

"Ég frétti að Knattspyrnusamband Evrópu ætlaði að kynna sér málið en ég á ekki von á að Rooney verði settur í bann. Ég hef reyndar ekki séð þetta í sjónvarpinu en ég get ímyndað mér að þetta líti verr út þar en það var í raun og veru. Svona lagað kemur fyrir þegar keppnin er hörð og Rooney bað mig strax afsökunar. Ég kunnið að meta það og hef ekkert á móti honum," sagði Risgard í samtali við Sun.






Tengdar fréttir

Danirnir kvarta yfir Rooney

Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×