Kreppupönk í áttunda bekk 8. nóvember 2008 06:00 GarðabæjaRpönkarar sem hlusta á FM957 Litlu grýlurnar frá vinstri – Guðlaug hljómborðsleikari, Ásdís Halla bassaleikari, Ásdís Rún og Ingveldur gítarleikari. fréttablaðið/arnþór Fjórar þrettán ára stelpur kynntust pönktónlist hjá tónmenntakennaranum sínum. Á fjórum vikum tókst þeim að spila lag og fá það leikið á Rás 2. Nýjasta pönkbandið á Íslandi er skipað fjórum þrettán ára stelpum í Sjálandsskóla í Garðabæ. Þar kennir Ólafur Schram tónmenntir og lét áttunda bekk kynnast tónlistarstílum síðustu aldar með því meðal annars að semja, æfa og taka upp eitt lag. Krakkarnir stofnuðu bönd og bjuggu til rokk-, diskó- og kántrílög auk pönksins. „Þetta var allt mjög flott hjá þeim, en pönkhljómsveitin hitti kannski naglann best á höfuðið. Pönkið er náttúrlega sá stíll sem minnstrar kunnáttu þarf til að flytja,“ segir Ólafur. Stelpurnar höfðu aldrei snert hljóðfæri áður, en tókst á fjórum vikum að skila frá sér mjög sannfærandi pönklagi. Það var meira að segja leikið á Rás 2 og þar gaf útvarpskonan Linda Blöndal sveitinni nafnið „Litlu grýlurnar“. „Okkur fannst það nafn bara svolítið flott,“ segir söngkonan Ásdís Rún, sem trommar líka. „En við erum samt ekkert búnar að pæla í því hvort við höldum áfram. Kannski. Við hlustuðum á Rokk í Reykjavík til að læra um pönkið og leist ágætlega á þessa músik. En yfirleitt höfum við þetta bara auðvelt og hlustum á FM957.“ Í laginu, „Kreppa“, er ekkert verið að skafa utan af því. Þar segir meðal annars: „Ríkið er ekki heilbrigt. Gamlir verða að fara. Nýir menn koma og bjarga Íslandi!“ – „Já, þeir gömlu verða að fara,“ segir Ásdís. „Og aðrir verða að fá tækifæri til að taka við. Annars veit ég ekki mikið um þetta sjálf. Ég hef bara heyrt mikið talað um þetta.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fjórar þrettán ára stelpur kynntust pönktónlist hjá tónmenntakennaranum sínum. Á fjórum vikum tókst þeim að spila lag og fá það leikið á Rás 2. Nýjasta pönkbandið á Íslandi er skipað fjórum þrettán ára stelpum í Sjálandsskóla í Garðabæ. Þar kennir Ólafur Schram tónmenntir og lét áttunda bekk kynnast tónlistarstílum síðustu aldar með því meðal annars að semja, æfa og taka upp eitt lag. Krakkarnir stofnuðu bönd og bjuggu til rokk-, diskó- og kántrílög auk pönksins. „Þetta var allt mjög flott hjá þeim, en pönkhljómsveitin hitti kannski naglann best á höfuðið. Pönkið er náttúrlega sá stíll sem minnstrar kunnáttu þarf til að flytja,“ segir Ólafur. Stelpurnar höfðu aldrei snert hljóðfæri áður, en tókst á fjórum vikum að skila frá sér mjög sannfærandi pönklagi. Það var meira að segja leikið á Rás 2 og þar gaf útvarpskonan Linda Blöndal sveitinni nafnið „Litlu grýlurnar“. „Okkur fannst það nafn bara svolítið flott,“ segir söngkonan Ásdís Rún, sem trommar líka. „En við erum samt ekkert búnar að pæla í því hvort við höldum áfram. Kannski. Við hlustuðum á Rokk í Reykjavík til að læra um pönkið og leist ágætlega á þessa músik. En yfirleitt höfum við þetta bara auðvelt og hlustum á FM957.“ Í laginu, „Kreppa“, er ekkert verið að skafa utan af því. Þar segir meðal annars: „Ríkið er ekki heilbrigt. Gamlir verða að fara. Nýir menn koma og bjarga Íslandi!“ – „Já, þeir gömlu verða að fara,“ segir Ásdís. „Og aðrir verða að fá tækifæri til að taka við. Annars veit ég ekki mikið um þetta sjálf. Ég hef bara heyrt mikið talað um þetta.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira