Ekki loku fyrir það skotið að Bjarni lýsi leik á EM 7. maí 2008 11:01 Hrafnkell Kristjánsson mynd/pjetur Undirskriftalistinn sem fór í loftið á bloggsíðu Henrys Birgis Gunnarssonar í gær hefur vakið mikla athygli og þegar þetta er ritað hafa yfir 800 manns skorað á Rúv að fá Bjarna Felixson til að lýsa leikjum á EM í knattspyrnu í sumar. Vísir sló á þráðinn til Hrafnkels Kristjánssonar, yfirmanns íþróttadeildar Rúv, og leitaði viðbragða hans við undirskriftalistanum. Hrafnkell benti á að ekki hefði verið alveg rétt haft eftir honum í 24 stundum í gær þar sem sagði að Hrafnkell ætlaði að skoða það að hleypa Bjarna í loftið ef hann fengi í hendur undirskriftalista því til stuðnings. "Málið er bara það að það hefur aldrei verið loku fyrir það skotið að Bjarni tæki einn leik eða svo, því það er ekki búið að raða mönnum niður á leikina. Það hefur hinsvegar aldrei verið uppi á borðum hjá okkur, hvorki áður, né eftir að þessi undirskriftalisti fór í loftið. Bjarni er með ákveðið hlutverk hjá Rúv og það er í útvarpinu og á netinu," sagði Hrafnkell og benti á að starfsvettvangur Bjarna væri ekki í sjónvarpinu. Hrafnkell sagði að sér þætti þó vænt um að sjá að Bjarni nyti stuðnings eins og sjá mátti á bloggsíðu Henrys Birgis, blaðamanns á Fréttablaðinu. "Okkur þykir vænt um að sjá að Bjarni njóti stuðnings og að fólk hafi gaman af því sem hann hefur fram að færa, rétt eins og okkur hér innanhúss," sagð Hrafnkell. Innlendar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á u20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
Undirskriftalistinn sem fór í loftið á bloggsíðu Henrys Birgis Gunnarssonar í gær hefur vakið mikla athygli og þegar þetta er ritað hafa yfir 800 manns skorað á Rúv að fá Bjarna Felixson til að lýsa leikjum á EM í knattspyrnu í sumar. Vísir sló á þráðinn til Hrafnkels Kristjánssonar, yfirmanns íþróttadeildar Rúv, og leitaði viðbragða hans við undirskriftalistanum. Hrafnkell benti á að ekki hefði verið alveg rétt haft eftir honum í 24 stundum í gær þar sem sagði að Hrafnkell ætlaði að skoða það að hleypa Bjarna í loftið ef hann fengi í hendur undirskriftalista því til stuðnings. "Málið er bara það að það hefur aldrei verið loku fyrir það skotið að Bjarni tæki einn leik eða svo, því það er ekki búið að raða mönnum niður á leikina. Það hefur hinsvegar aldrei verið uppi á borðum hjá okkur, hvorki áður, né eftir að þessi undirskriftalisti fór í loftið. Bjarni er með ákveðið hlutverk hjá Rúv og það er í útvarpinu og á netinu," sagði Hrafnkell og benti á að starfsvettvangur Bjarna væri ekki í sjónvarpinu. Hrafnkell sagði að sér þætti þó vænt um að sjá að Bjarni nyti stuðnings eins og sjá mátti á bloggsíðu Henrys Birgis, blaðamanns á Fréttablaðinu. "Okkur þykir vænt um að sjá að Bjarni njóti stuðnings og að fólk hafi gaman af því sem hann hefur fram að færa, rétt eins og okkur hér innanhúss," sagð Hrafnkell.
Innlendar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á u20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira