Innlent

Aldrei meiri stuðningur við ESB og evru

Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru hefur aldrei reynst meiri samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins.

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda allra flokka vill hefja aðildarviðræður við ESB.

Stuðningur við að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið er nær óbreyttur frá því í síðustu könnunum. Helsta breytingin er sú að mun fleiri eru mjög fylgjandi aðildarviðræðum en áður.

Tæp 58 prósent vilja að farið verði í aðildarviðræður en rúmlega 21 prósent eru því andvíg.

Þegar afstaðan er skoðuð eftir kjósendum stjórnmálaflokkanna vekur mikla athygli að meirihluti er meðal kjósenda allra flokka er hlynntur því að farið verði í aðildarviðræður.

Mestur stuðningur er meðal kjósenda Samfylkingar og Frjálslyndra, því næst Framsóknarflokknum, en minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna, þar sem óvissan er reyndar mest.

Góður meirihluti er fylgjandi því að taka upp evru í stað krónu, eða tæplega 60 prósent aðspurðra.

Um helmingur kjósenda Framsóknarflokks, Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks vil taka upp evru á meðan rúmlega 3 af hverjum fjórum kjóenda Samfylkingar og Frjálslyndra vilja kasta krónunni fyrir evruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×