Grindvíkingar hafa yfir 40-31 gegn Snæfelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar, en leikið er í Grindavík.
Þorleifur Ólafsson er kominn með 13 stig hjá heimamönnum, Adam Darboe 9 og Jamaal Williams 8, en sá síðastnefndi er reyndar kominn í bullandi villuvandræði og er með fjórar villur.
Hlynur Bæringsson er kominn með 8 stig og 10 fráköst í liði Snæfells og Justin Shouse er einnig kominn með 8 stig..