Tilnefndar til Norðurlandaverðlauna 2. desember 2008 06:00 Bókmenntir Auður A. Ólafsdóttir, listfræðingur og rithöfundur. Fréttablaðið/Völundur Í gær var tilkynnt hvaða íslensk skáldverk eru tilnefnd til úrskurðar dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2009. Íslensku valnefndina skipuðu þau Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur og Aðalsteinn Ásberg rithöfundur, en varamaður nefndarinnar var Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur. Af Íslands hálfu hljóta tilnefningu skáldsagan Afleggjarinn eftir Auði Ólafsdóttur listfræðing sem kom út hjá Sölku 2007 og ljóðabókin Blysfarir eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sem kom út árið 2007 hjá Forlaginu-JPV útgáfu. Afleggjarinn er þriðja skáldsaga Auðar en áður hafa komið út eftir hana bækurnar Upphækkuð jörð árið 1998, og Rigning í nóvember árið 2004 en hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum, auk þess sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir þá bók. Afleggjarinn kom út árið 2007 og hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum, auk Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlaun kvenna. Framleiðslufyrirtækið WhiteRiver Productions vinnur nú við gerð kvikmyndahandrits upp úr Afleggjaranum og munu bæði íslenskir og erlendir aðilar koma að gerð kvikmyndarinnar. Auður A. Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1958. Hún er lektor í listfræði við Háskóla Íslands. Áður hefur hún starfað sem listfræðingur og kennari í listasögu, meðal annars við Leiklistarskóla Íslands og verið forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands, sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasöguleg efni í ýmsa fjölmiðla. Blysfarir eftir Sigurbjörgu leikur á mörkum ljóðs og skáldsögu; úr kröftugum ljóðum er smíðuð saga af eiturslungnu sambandi, hvítum dreka í íslenskri sumarnótt, flugmiðum vonarinnar, fegurðinni í kirkjugörðum og handleggjum sem reyna að tengjast á meðan þeim blæðir. Þetta er texti með einstakt aðdráttarafl enda hlaut bókin afar lofsamlegar umsagnir þegar hún kom út. Guðni Elísson, dósent við Háskóla Íslands, komst svo að orði um verkið í erindi á Hugvísindaþingi HÍ: „… ekki [hefur] birst jafn áhrifamikil lýsing í íslenskum bókmenntum á tortímandi ástarsambandi frá því að Tímaþjófur Steinunnar Sigurðardóttur kom fyrst út á prenti fyrir rúmum tuttugu árum." „Þeir sem lesa [þessa bók] og segja svo að ljóðið sé dautt eru sálarlausir!" sagði Þröstur Helgason síðan í Morgunblaðinu og er auðvelt að taka undir það. Auk ljóðsögunnar Blysfarir hefur Sigurbjörg sent frá sér fjórar ljóðabækur Blálogaland (1999), Hnattflug (2000), Túlípanafallhlífar (2003) og To bleed straight (2008, tvímála bók með þýðingum Bernards Scudder) og skáldsöguna Sólar sögu (2002). Þá hefur meðal annars komið út eftir hana ljóðaúrval á sænsku, Fallskärmsresor (2004), auk þess sem hún hefur samið fjögur leikverk og ritað fjölda blaðagreina og pistla. John Swedenmark þýddir Blysfarir á sænsku. Dómnefndin sem velur verðlaunahafann mun á fundi sínum í Kaupmannahöfn þann 3. apríl 2009 kveða upp úr um það hver hlýtur verðlaunin árið 2009. Þau verða afhent á 61. þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Stokkhólmi dagana 26.-28. október 2009 og nema 350.000 dönskum krónum. - pbb Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í gær var tilkynnt hvaða íslensk skáldverk eru tilnefnd til úrskurðar dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2009. Íslensku valnefndina skipuðu þau Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur og Aðalsteinn Ásberg rithöfundur, en varamaður nefndarinnar var Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur. Af Íslands hálfu hljóta tilnefningu skáldsagan Afleggjarinn eftir Auði Ólafsdóttur listfræðing sem kom út hjá Sölku 2007 og ljóðabókin Blysfarir eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sem kom út árið 2007 hjá Forlaginu-JPV útgáfu. Afleggjarinn er þriðja skáldsaga Auðar en áður hafa komið út eftir hana bækurnar Upphækkuð jörð árið 1998, og Rigning í nóvember árið 2004 en hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum, auk þess sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir þá bók. Afleggjarinn kom út árið 2007 og hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum, auk Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlaun kvenna. Framleiðslufyrirtækið WhiteRiver Productions vinnur nú við gerð kvikmyndahandrits upp úr Afleggjaranum og munu bæði íslenskir og erlendir aðilar koma að gerð kvikmyndarinnar. Auður A. Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1958. Hún er lektor í listfræði við Háskóla Íslands. Áður hefur hún starfað sem listfræðingur og kennari í listasögu, meðal annars við Leiklistarskóla Íslands og verið forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands, sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasöguleg efni í ýmsa fjölmiðla. Blysfarir eftir Sigurbjörgu leikur á mörkum ljóðs og skáldsögu; úr kröftugum ljóðum er smíðuð saga af eiturslungnu sambandi, hvítum dreka í íslenskri sumarnótt, flugmiðum vonarinnar, fegurðinni í kirkjugörðum og handleggjum sem reyna að tengjast á meðan þeim blæðir. Þetta er texti með einstakt aðdráttarafl enda hlaut bókin afar lofsamlegar umsagnir þegar hún kom út. Guðni Elísson, dósent við Háskóla Íslands, komst svo að orði um verkið í erindi á Hugvísindaþingi HÍ: „… ekki [hefur] birst jafn áhrifamikil lýsing í íslenskum bókmenntum á tortímandi ástarsambandi frá því að Tímaþjófur Steinunnar Sigurðardóttur kom fyrst út á prenti fyrir rúmum tuttugu árum." „Þeir sem lesa [þessa bók] og segja svo að ljóðið sé dautt eru sálarlausir!" sagði Þröstur Helgason síðan í Morgunblaðinu og er auðvelt að taka undir það. Auk ljóðsögunnar Blysfarir hefur Sigurbjörg sent frá sér fjórar ljóðabækur Blálogaland (1999), Hnattflug (2000), Túlípanafallhlífar (2003) og To bleed straight (2008, tvímála bók með þýðingum Bernards Scudder) og skáldsöguna Sólar sögu (2002). Þá hefur meðal annars komið út eftir hana ljóðaúrval á sænsku, Fallskärmsresor (2004), auk þess sem hún hefur samið fjögur leikverk og ritað fjölda blaðagreina og pistla. John Swedenmark þýddir Blysfarir á sænsku. Dómnefndin sem velur verðlaunahafann mun á fundi sínum í Kaupmannahöfn þann 3. apríl 2009 kveða upp úr um það hver hlýtur verðlaunin árið 2009. Þau verða afhent á 61. þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Stokkhólmi dagana 26.-28. október 2009 og nema 350.000 dönskum krónum. - pbb
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira