Sport

FH efst eftir fyrri dag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lið FH með bikarmeistaratitilinn sem það vann fyrr í sumar.
Lið FH með bikarmeistaratitilinn sem það vann fyrr í sumar.

FH er efst heildarkeppninni eftir fyrri keppnisdaginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hafnfirðingar hafa forystu bæði í karla og kvennaflokki og hefur því örugga forystu á ÍR sem er í öðru sætinu.

Bergur Ingi Pétursson vann í sleggjukasti, Kristinn Torfason í langstökki, Silja Úlfarsdóttir í 100 og 400 metra hlaupi kvenna og Jón Ásgrímsson í spjótkasti.

Keppni á Laugardalsvellinum hefst aftur klukkan 12:00 á morgun.


Tengdar fréttir

Kristbjörg setti Íslandsmet

Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir setti í dag Íslandsmet í sleggjukasti kvenna. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að kasta sleggju yfir 50 metra en hún náði tvívegis að kasta 51,86 metra.

Sveinn Elías sigursæll

Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni vann gullverðlaun í 100 og 400 metra hlaupi á Mestaramóti Íslands í dag. Keppnin fer fram á Laugardalsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×